„Demades“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
YurikBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: de:Demades
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Demades''' (um [[380 f.Kr.|380]] - [[318 f.Kr.]]) var [[Aþena|aþenskur]] [[ræðumaður]].
 
Hann fæddist inn í [[Fátækt|fátæka]] [[Fjölskylda|fjölskyldu]] og vann um tíma fyrir sér sem [[sjómaður]], en hann reis til virðingar og góðrar stöðu í Aþenu að hluta vegna mælsku sinnar og að hluta vegna óvæginnar [[skapgerð]]ar sinnar. Hann talaði máli [[Filippos II.|Filipposar II.]], konungs Makedóníu, í stríðinu gegn [[Ólynþos]] og skapaði sér með því óvild og ævarandi óvináttu [[Demosþenes]]ar, sem hann studdi í fyrstu.
 
Hann barðist gegn [[Makedónía|Makedóníumönnum]] í [[Orrustan um Kæróneiu|orrustunni um Kæróneiu]] og var handsamaður. Honum var sleppt ásamt meðföngum sínum eftir að hann hafði heillað Filippos og átti snaran þátt í að semja um [[friður|frið]] milli [[Makedónía|Makedóníu]] og Aþenu.
 
Hann var áfram í uppáhaldi hjá [[Alexander mikli|Alexander mikla]], og eftir að honum hafði verið mútað kom hann Demosþenesi og öðrum aþenskum mælskumönnum undan hefnd Alexanders. Það var ekki síst honum að þakka að Alexander kom fram af mildi við Aþenu eftir að hann hafði látið rústa [[Þeba|Þebu]].
 
Hann var sektaður háum sektum oftar en einu sinni fyrir að styðja málstað Makedóníumanna, enda þótt hann hafi þegið allar mútur sem andstæðingar hans buðu honum; að lokum var hann sviptur borgaralegum réttindum sínum. Honum voru veitt réttindi sín að nýju árið [[322 f.Kr.]] þegar hann var sendur í sendinefnd til [[Antipater]]s. Áður en hann hélt af stað sannfærði hann Aþeninga um að fella dauðadóm yfir Demosþenesi og fylgjendum hans, sem flúið höfðu Aþenu. Sendinefndin kom á friði sem var afar óhagstæður Aþeningum.
 
Árið [[318 f.Kr.]], þegar Demades var í öðrum erindagjörðum fyrir Aþeninga, lét Antipater taka hann af lífi í [[Pella]] eftir að uppgötvast hafði að hann ætti vingott við [[Peridikkas]] sem var andstæðingur Antipaters.
 
Demades var sagður gráðugur og óvæginn, en hann var afar hæfileikaríkur og reyndur ræðumaður.
 
Ein varðveitt ræða er eignuð Demadesi en hún er nær örugglega fölsuð.
 
== Heimild ==
 
* {{enwikiheimild|Demades|16. október|2005}}
 
{{fd|380 f.Kr.|318 f.Kr.}}
 
[[Flokkur:Forngrískir ræðumenn]]
 
[[de:Demades]]
[[en:Demades]]
[[hu:Démadész]]