„Föníka“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Image:PhoenicianTrade.png|thumb|right|Verslunarleiðir milli helstu borga Föníkumanna í Miðjarðarhafi.]]
'''Föníka''' eða '''Fönikía''' var menningarsamfélag í [[fornöld]] sem átti uppruna sinn í norðurhluta [[Kanansland]]s á ströndum þess sem nú er [[Líbanon]]. Föníka var [[sjóveldi]] og [[verslunarveldi]] sem stofnaði [[borgríki]] allt í kringum [[Miðjarðarhaf]]ið á [[1. árþúsundið f.Kr.|1. árþúsundi f.Kr.]] Föníkumenn kölluðu sjálfa sig líklega ''kena'ani'' (''kananíta'') en nafnið Föníka hefur orðið almennt vegna þess að [[Grikkland|Grikkir]] kölluðu landið ''Φοινίκη'' („Foinike“) sem þeir fengu að láni úr [[fornegypska|fornegypsku]] ''Fnkhw'' („Sýrlendingar“). Gríska orðið var auk þess [[hljóðfræði]]lega líkt orðinu yfir [[blóðrauður|blóðrauðan]] eða [[vínrauður|vínrauðan]] lit ''φοῖνιξ'' („foinix“ sbr [[fönix]]) og orðin urðu því [[samheiti]] vegna verslunar Föníkumanna með hinn eftirsótta [[Týrosarrauður|týrosarrauða]] lit sem meðal annars er unninn úr [[kuðungur|kuðungum]]. [[Skip]] Föníkumanna sem voru undirstaða veldis þeirra voru stórar [[galeiða|galeiður]].
 
Föníkumenn töluðu [[föníska|fönísku]] sem er [[semísk tungumál|semískt mál]] og þekkt af ristum á stein og málm. Vitað er að Föníkumenn skrifuðu [[bók|bækur]], en engar bækur á fönísku hafa varðveist. [[Föníska stafrófið]] notaði [[hljóðstafaletur]] og er talið forveri [[gríska stafróið|gríska stafrófsins]], [[latneska stafrófið|latneska stafrófsins]] og [[arabíska stafrófið|arabíska stafrófsins]].
 
Heimaland Föníkumanna í kringum borgirnar [[Byblos]], [[Týros]] og [[Sídon]] á austurströnd Miðjarðarhafsins var hertekið af [[Assýría|Assýringum]], [[Babýlónía|Babýlóníu]] og síðan [[Persía|Persum]]. Þegar [[hellenisminn]] kom upp í kjölfarið á landvinningum [[Alexander mikli|Alexanders mikla]] ruddu Grikkir Föníkumönnum úr vegi á verslunarleiðum um austurhluta Miðjarðarhafsins. Föníska borgin [[Karþagó]] í [[Norður-Afríka|Norður-Afríku]] hélt þó áfram að blómstra þar til [[Rómaveldi|Rómverjar]] lögðu hana undir sig í lok [[púnversku stríðin|Púnversku stríðanna]] [[149 f.Kr.]]
 
[[Flokkur:Saga Miðjarðarhafsins]]
[[Flokkur:Fornþjóðir]]
[[Flokkur:Saga Sýrlands]]
[[Flokkur:Saga Líbanon]]
[[Flokkur:Föníka]]
 
[[ar:فينيقيا]]
[[bg:Финикия]]
[[ca:Fenícia]]
[[da:Fønikerne]]
[[de:Phönizier]]
[[en:Phoenicia]]
[[et:Foiniikia]]
[[es:Fenicia]]
[[eo:Fenicio]]
[[fa:فنیقی‌ها]]
[[fr:Phéniciens]]
[[hr:Fenicija]]
[[it:Fenici]]
[[he:פיניקים]]
[[la:Phoenices]]
[[nl:Feniciërs]]
[[ja:フェニキア]]
[[no:Fønikia]]
[[pl:Fenicja]]
[[pt:Fenícia]]
[[ru:Финикия]]
[[scn:Finici]]
[[sk:Feničania]]
[[sl:Fenicija]]
[[sr:Феникија]]
[[fi:Foinikialaiset]]
[[sv:Fenicien]]
[[tr:Fenike]]
[[zh:腓尼基]]