„Stuttbuxur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[File:David and Julie Eisenhower fishing 1971.jpg|thumb|right|David og Julie Eisenhower í stuttbuxum við veiða í Florida, 1971.]]
'''Stuttbuxur''' eru [[buxur]] sem eru styttri en venjulegar síðbuxur. Í stað síðra skálma sem ná niður að ökklum, eins og hefðbundnar buxur, ná skálmar stuttbuxna aðeins niður á læri eða í mesta lagi kálfa. Hvar mörkin liggja á milli venjulegra buxna og stuttbuxna er oft ógreinilegt; það sem einum finnst síðbuxur getur öðrum þótt stuttbuxur og öfugt. Litlar heimildir eru um notkun á stuttbuxum á Íslandi fyrr á öldum. Aldrei er minnst á stuttbuxur í Íslendingasögum. Við verðum því aðeins að geta okkur til hvort fornhetjur og víkingar hafi gengið í stuttbuxum.
 
== Stuttbuxur í nútímasamfélagi ==
 
Stuttbuxnanotkun hefur færst mjög í vöxt á Íslandi á síðustu áratugum, sérstaklega á seinni hluta tuttugustu aldar. Notkun er þó nær algjörlega bundin við sumarmánuði. Fáir ganga í stuttbuxum á veturnar. Algengt er að fólk byrji að nota stuttbuxur í maí en leggi þær á hilluna í seinni hluta ágúst. Hlýnandi veðurfar hefur þó mikil áhrif á klæðatísku og hver veit nema fleiri og fleiri íslendingar velji að klæðast stuttbuxum í apríl og jafnvel fram í septemberlok.
 
== Stuttubuxur sem einkennisklæði ==
Stuttbuxur sem búningur tíðkast nú til dags sem einkennisklæði. Þar má nefna skátahreyfinguna en ungir skátar bera stuttbuxur við skátafundi. Stuttbuxur sem einkennisbúningur er hvað allra frægastur fyrir að vera einkennisklæði hinnar svo kölluðu ''Hitler-æsku''. Samkvæmt goðsögn vildi Heinrich Himmler að Hitler-æskan gengi í buxum en Hitler krafðist þess að þeir væru í stuttbuxum.{{heimild vantar}}
 
{{commonscat|Shorts}}
 
{{stubbur}}