„Dyrhólaey“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
Setning um Kötlutanga
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Dyrhólaey 2006.jpg|thumb|right|Dyrhólaey]]
'''Dyrhólaey''' er [[móberg (jarðfræði)|móberg]]sstapi í [[Mýrdalur|Mýrdal]] á suðurströnd [[Ísland]]s. Hún dregur nafn sitt af því að gat hefur myndast á þessum u.þ.b.um það bil 120 mmetra háa skaga sem sjórinn flæðir í gegnum. Klettatanginn sem skagar fram úr eynni og gatið er í gegnum nefnist Tóin. Dyrhólaey er einnig nefnd ''Portland'' af sjómönnum. Hún var lengi syðsti oddi fastalands Íslands en eftir [[Katla|Kötlugosið]] [[1918]] hefur [[Kötlutangi]] verið syðsti oddi landsins. Í eynni er mikil [[lundi|lundabyggð]]. Dyrhólaey var friðlýst árið [[1978]].
 
Undan Dyrhólaey eru allnokkrir drangar úti í sjónum. Þekktastur þeirra er Háidrangur, sem er þverhníptur og 56 metrar á hæð. Hann kleif Eldeyjar-[[Hjalti Jónsson]] fyrstur manna árið [[1893]] að beiðni bænda í Mýrdal og rak þá nagla í bergið og setti keðjur á nokkrum stöðum, svo að eftir það var hægt að nýta dranginn til fuglatekju. Aðrir drangar eru Lundadrangur, Mávadrangur, Kambur og Kvistdrangur.