Munur á milli breytinga „Sauðárkrókur“

 
== Umhverfi ==
[http://www.saudarkrokur.is Sauðárkrókur] er innst við botn [[Skagafjörður|Skagafjarðar]] að vestanverðu, sunnan undir [[Tindastóll|Tindastóli]] og skammt sunnan við ós [[Gönguskarðsá]]r. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós [[Sauðá]]r, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina.
 
Gönguskarðsá hefur einnig myndað allnokkra eyri við ósinn og þar er höfnin, frystihús, sláturhús og [[steinull]]arverksmiðja. Fimm klaufir eða skorningar ganga inn í Nafirnar upp af bænum og nefnast þær Kristjánsklauf, Gránuklauf eða Bakarísklauf, Kirkjuklauf, Grænaklauf og Grjótklauf. Framan af var byggðin öll á eyrinni og flötunum neðan Nafanna en þegar það svæði var nær fullbyggt um [[1970]] hófst uppbygging nýs hverfis á Sauðárhæðum, sunnan Sauðárgils, og hefur það verið aðalbyggingasvæði bæjarins síðan.
Óskráður notandi