Munur á milli breytinga „Slátur“

3 bætum bætt við ,  fyrir 8 árum
m
r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: en:Slatur; útlitsbreytingar
m
m (r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: en:Slatur; útlitsbreytingar)
Bæði blóðmör og lifrarpylsa eru gerð þannig að vambir eru skornar niður og saumaðir úr þeim keppir sem síðan eru fylltir með blöndu af niðurskornum mör, mjöli ([[rúgur|rúg]] og [[Hafrar|höfrum]]) og ýmist blóði eða hakkaðri lifur og oft einnig nýrum. Nú eru þó oft notaðir tilbúnir keppir úr gerviefnum. Opinu á keppunum er svo lokað og þeir soðnir í 2-3 klukkutíma. Slátur er ýmist borðað heitt eða kalt og stundum er það [[súrsun|súrsað]] í [[mysa|mysu]].
 
Blóðmör hefur verið gerður á Íslandi frá fornu fari og svipaðir réttir þekkjast víða um lönd þótt algengara sé að gera þá úr svínablóði. Fyrr á öldum var oft notað töluvert af [[fjallagrös|fjallagrösum]]um í blóðmörinn til að drýgja innflutt mjölið. Lifrarpylsa virðist hins vegar mun seinna til komin og ekki eru til heimildir um hana eldri en frá miðri 19. öld. Hún er þó ekki ósvipuð skosku [[haggis]], svo dæmi sé tekið.
 
Slátur er haustmatur, gerður í [[sláturtíð]]inni og fyrr á öldum og fram yfir miðja 20. öld fór sláturgerð fram á hverju heimili á Íslandi. Hún hefur svo farið smáminnkanndi í þéttbýli þótt alltaf hafi margir tekið slátur og algengt að fjölskyldur tækju slátur saman. Eftir [[bankahrunið]] haustið [[2008]] varð vart við töluverða aukningu í slátursölu, enda er slátur ódýr matur. Tilbúið og soðið slátur, bæði blóðmör og lifrarpylsa, fæst einnig í verslunum árið um kring en sumir líta þó fyrst og fremst á það sem [[þorramatur|þorramat]], enda þykir bæði nýtt og súrt slátur ómissandi á þorrabakkanum.
 
[[Flokkur:Íslensk matargerð]]
 
[[en:Slatur]]
58.124

breytingar