„Heimir Steinsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 157.157.127.152 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Cessator
Lína 1:
Sr. '''Heimir Steinsson''' ([[1. júlí]] [[1937]] – [[15. maí]] [[2000]]) var [[prestur]], [[skólastjóri]], [[þjóðgarðsvörður]] á [[Þingvellir|Þingvöllum]] og [[útvarpsstjóri]] á [[Rúv]] um árabil. Heimir er einna þekktastur meðal almennings fyrir orð sín: ''Í mér bærist fól'', sem hann lét falla í áramótaræðu Sjónvarpsins árið [[1993]].
SÉRA HEIMIR STEINSSON
SÉRA Heimir Steinsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og fyrrverandi útvarpsstjóri, lést aðfaranótt mánudags á Landspítala í Fossvogi. Sr. Heimir var á 63. aldursári. Sr. Heimir Steinsson fæddist á Seyðisfirði 1. júlí 1937.
SÉRA Heimir Steinsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og fyrrverandi útvarpsstjóri, lést aðfaranótt mánudags á Landspítala í Fossvogi. Sr. Heimir var á 63. aldursári.
Sr. Heimir Steinsson fæddist á Seyðisfirði 1. júlí 1937. Foreldrar hans voru Steinn Jósúa Stefánsson skólastjóri og Arnþrúður Ingólfsdóttir húsfreyja. Hann lauk stúdentsprófi vorið 1957 og stundaði á árunum 1958-59 nám í fornleifafræði við Kaupmannahafnarháskóla og íslenskum fræðum við Háskóla Íslands 1959-61. Sr. Heimir lauk guðfræðiprófi frá Háskólanum vorið 1966 og stundaði framhaldsnám í trúfræði og almennri kirkjusögu við háskólann í Edinborg veturinn 1968-69. Þá sótti hann námskeið í norskum, dönskum og sænskum lýðháskólum árin 1969-72 og kenndi jafnframt við lýðháskóla í Noregi og Danmörku.
 
Sr. Heimir stundaði ýmis störf meðfram námi og rak m.a. forskóla fyrir börn í Laugarneshverfi árin 1961-65. Hann var sóknarprestur í Seyðisfjarðarprestakalli árin 1966-68 og var jafnframt stundakennari við Barna- og unglingaskólann þar. Hann var rektor Lýðháskólans í Skálholti, síðar Skálholtsskóla, frá stofnun haustið 1972 til ársins 1982. Þá var hann sóknarprestur í Þingvallaprestakalli og jafnframt þjóðgarðsvörður og gegndi hann því embætti til ársins 1991. Hann var skipaður útvarpsstjóri í október árið 1991 og gegndi því embætti þar til í desember 1996 en þá var hann skipaður í embætti sóknarprests og staðarhaldara á Þingvöllum.
 
Séra Heimi voru falin margháttuð félags- og trúnaðarstörf bæði á sviði kirkju- og fræðslumála. Þá stundaði hann ritstörf, gaf út ljóðabók og hugvekjur,
 
Eftirlifandi kona sr. Heimis er Dóra Erla Þórhallsdóttir og eignuðust þau tvö börn, Þórhall, prest í Hafnarfjarðarkirkju, og Arnþrúði, búfræðikandidat og grunnskólakennara.
== Tenglar ==
* [http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=537885 ''Heimir Steinsson''; minningargreinar í Morgunblaðinu 2000]