„Siglingar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kasir (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Tacking_near_Britannia_Bridge.jpg|thumb|right|Seglskútur í kappsiglingu umhverfis [[Anglesey]] árið [[1998]].]]
'''Siglingar''' eru sú [[íþrótt]] að sigla [[seglskip]]i með því að haga [[seglbúnaður|seglbúnaði]], [[stýri]] og [[kjölur|kili]] þannig að kraftur [[vindur|vindsins]] sé nýttur til að stjórna bátnum og knýja hann áfram. Góðir siglingamenn hafa reynslu af viðbrögðum í ýmsum [[veður|veðrum]] og [[sjólag]]i og þekkingu á seglskipum. Siglingar eru í dag einkum stundaðar sem [[afþreying]] sem skipta má í grófum dráttum í [[kappsigling]]ar og [[skemmtisigling]]ar. Siglingakeppnir eru haldnar í [[kjölbátur|kjölbátasiglingum]], sem skiptast í úthafssiglingar og strandsiglingar, og [[kænusiglingar|kænusiglingum]] á minni [[kæna|kænum]].
 
Keppt er í að sigla seglbáti tiltekna leið á sem stystum tíma. Bátarnir eru af ýmsum stærðum og gerðum og er skipt í tvo aðalflokka, kjölbáta (með föstum kili) og kænur (með lausum kili). Siglingaleiðir eru mislangar, gjarnan þríhyrnings- eða trapisulaga og afmarkaðar með baujum. Í blönduðum keppnum er gjarnan notast við [[forgjöf|forgjafarkerfi]] til að jafna ólíkar gerðir báta.
 
==Saga==
Siglingar hafa haft gríðarmikla þýðingu fyrir þróun [[siðmenning]]ar. Elstu myndir af segli eru frá [[Kúveit]] frá því um 3500 f.Kr. Þróun seglskipa gerði [[Evrópa|Evrópumönnum]] á [[15. öldin|15. öld]] kleift að fara í langa könnunarleiðangra og sigla um svæði þar sem óveður eru tíð.
 
Lína 10 ⟶ 11:
Siglingar eru [[vatnaíþróttir|vatnaíþrótt]] og urðu [[Ólympíugrein]] á [[Sumarleikarnir 1900|Sumarleikunum 1900]]. Flest nútímaseglskip eru [[slúppa|slúppur]] með eitt mastur, eitt [[stórsegl]] og eitt [[framsegl]] en stór fjölmastra seglskip eru oftast rekin sem [[skólaskip]] til að þjálfa [[sjómaður|sjómenn]] í [[floti|flotadeildum]] [[her]]ja eða [[sjómannaskóli|sjómannaskólum]] eða notuð sem [[leikmynd]] fyrir [[kvikmynd]]ir.
 
==Siglingar á Íslandi==
[[Siglingasamband Íslands]] er stofnað 1973 af siglingafélögum á höfuðborgarsvæðinu og frá Akureyri. Siglingafélögin [[Brokey]] og [[Ýmir]] voru stofnuð 1971 af ungu og áhugasömu fólki um siglingar og keppni í þeirri grein en [[Nökkvi]], félag siglingamanna á Akureyri, hafði starfað nokkur ár. Á höfuðboragarsvæðinu höfðu bæjarfélögin rekið siglingaklúbba sem æskulýðsstarfsemi og þaðan komu áhugasamir einstaklingar sem ruddu brautina fyrir nútima siglingar á Íslandi og þar með keppnishaldi. Fyrstu opinberu siglingakeppnirnar voru í tengslum við hátíðahöld Sjómannadagsins og hófust fyrir og um 1970.
Kappsiglingar á kænum voru stundaðar að einhverju marki á millistríðsárunum og fyrsti siglingaklúbburinn var Yachtklúbbur Reykjavíkur sem var stofnaður árið 1944, en hann varð skammlífur. Á Akureyri var farið að stunda kappsiglingar skipulega á 6. áratug 20. aldar á Pollinum og [[Nökkvi (félag)|Sjóferðafélag Akureyrar]], síðar kallað Nökkvi, var stofnað árið 1961. Árið eftir var siglingaklúbburinn Siglunes stofnaður í [[Fossvogur|Fossvogi]] af [[Æskulýðsráð Reykjavíkur|Æskulýðsráði Reykjavíkur]] og [[Æskulýðsráð Kópavogs|Æskulýðsráði Kópavogs]]. Ungt fólk sem lærði siglingar í Siglunesi stofnaði síðan fyrstu siglingafélögin á höfuðborgarsvæðinu, [[Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey]] og [[Siglingafélagið Ýmir|Siglingafélagið Ými]] í Kópavogi, árið 1971. Þessi þrjú félög, Brokey, Ýmir og Sjóferðafélag Akureyrar, stofnuðu [[Siglingasamband Íslands]] árið 1973. Næstu ár voru stofnuð siglingafélög í [[Garðabær|Garðabæ]] (Vogur), [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]] ([[Siglingaklúbburinn Þytur]]), [[Ísafjörður|Ísafirði]] ([[Sæfari (félag)|Sæfari]]) og [[Keflavík]] (Knörr), en bæði Vogur og Knörr lögðu síðar upp laupana. [[Ungmennafélagið Snæfell]] í [[Stykkishólmur|Stykkishólmi]] hefur líka staðið að siglingaþjálfun um árabil.
 
Íslendingar tóku fyrst þátt í keppni í siglingum á [[Sumarólympíuleikarnir 1984|Sumarólympíuleikunum 1984]] og [[Sumarólympíuleikarnir 1988|1988]] á [[470 (kæna)|470-kænu]]. [[Hafsteinn Ægir Geirsson]] keppti á [[Laser]] á [[Sumarólympíuleikarnir 2000|Sumarólympíuleikunum 2000]] og [[Sumarólympíuleikarnir 2004|2004]].
'''Þróun greinarinnar síðustu ár'''
Í upphafi voru siglingar sem og aðrar íþróttagreinar barn síns tíma. Bátakostur var rýr og þekking á reglum var brotakennd og keppnishald tilviljanakennt. Síðan hefur þróunin öll verið upp á við og nú standa íslenskir siglingamenn jafnfætis félögum sínum um heim allan.
== Ítarefni ==
Siglingasamband Íslands (SÍL), í samráði við aðildarfélögin, hefur verið að móta heildarstefnu og setja reglur um öll þau málefni sem greinina varða. Þar má nefna afreksstefnu í samræmi við stefnu ÍSÍ um þátttöku í erlendum stórmótum, þar með töldum Ólympíuleikum, reglur um samræmd markmið og leiðir í þjálfun og kennslu siglingafélaganna og viðurkenningu á barna og unglingastarfi sem félögin reka á sumrin. Réttinda- og öryggismál eru einnig ofarlega á baugi og er það stefna SÍL og aðildarfélaganna að þau málefni séu ákvörðuð innan hreyfingarinnar en ekki af hinu opinbera. Því er kappkostað að vera leiðandi aðili í þeim efnum og fylgja ströngustu kröfum án þess þó að hefta möguleika íþróttarinnar.
[http://www.museum.is/default.asp?sid_id=21216&tre_rod=001|004|002|001|003|&tId=1 Saga keppnisgreina - Safnasvæðið á Akranesi]
SÍL hefur lagt áherslu á þátttöku í erlendu samstarfi um málefni íþróttarinnar og verið aðili að Norræna siglingasambandinu og ISAF, Alþjóðasiglingasambandinu, með þáttöku í fundum og þingum og hefur um árabil átt fulltrúa í nefndum [[ISAF]]. Þessi þátttaka hefur skilað SÍL miklum árangri á öllum sviðum og verið sambandinu ómetanleg við innri uppbyggingu og stórstígar framfarir einstaklinga og íþróttarinnar í heild.
== Heimildir ==
Saga keppnisgreina - Safnasvæðið á Akranesi
http://www.museum.is/default.asp?sid_id=21216&tre_rod=001|004|002|001|003|&tId=1
 
{{wikivitnun}}