„Hans Wingaard Friis“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
'''Hans Wingaard Friis''' ([[12. janúar]] [[1870]] – [[1936]]) var [[Noregur|norskur]] verslunarmaður[[útgerðarmaður]] og fiski-báturhafikaupsýslumaður ífrá [[Álasund|Álasundi]] sem stundaði útgerð frá [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]] um nokkurra ára skeið í upphafi 20. aldar.
 
Hann hafði efnast í Noregi á veiðum og verkun [[Síld|saltsíldar]] og [[saltfiskur|saltfisks]] og árið 1904 kom hann til Íslands og gerði út [[Línuveiðiskip|línuveiðibáta]] frá Hafnarfirði. Var hann frumkvöðull í þeim veiðum og í kjölfarið fóru fleiri að stunda veiðar á línubátum þaðan. Friis fékk viðurkenningu frá Noregskonungi fyrir frumkvöðlastarf sitt. Fyrirtæki hans varð gjaldþrota árið [[1909]] í kjölfar verðfalls árið áður og flutti hann þá til Bandaríkjanna og bjó þar uns hann lést í [[Seattle]] árið 1936.
 
Friis var [[Ljósmyndun|áhugaljósmyndari]] og tók mikið af myndum í Hafnarfirði og á fleiri útgerðarstöðum þar sem Norðmenn voru fyrirferðarmiklir, eins og [[Siglufjörður|Siglufirði]], [[Seyðisfjörður|Seyðisfirði]] og [[Reyðarfjörður|Reyðarfirði]]. Í glerplötusafni hans, sem varðveitt er í Álasundii, er meðal annars elsta myndasyrpa frá Siglufirði sem vitað er um. Hann myndaði einnig íþróttamót, [[konungskoman 1907|konungskomuna 1907]] og fleira og þykir safn hans merkilegt, en það var óþekkt hérlendis til skamms tíma. Sýning á Íslandsmyndum hans var haldin á vegum [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafns Íslands]] 2007 og í tengslum við hana kom út ljósmyndabókin ''Auga gestsins'' sem hafði að geyma margar af myndum Friis.
 
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://www.thjodminjasafn.is/syningar/sersyningar/eldri-syningar/nr/922|titill=Auga gestsins. Á vef Þjóðminjasafns Íslands, skoðað 14. júlí 2012.}}
* {{vefheimild|url=http://www.thjodminjasafn.is/syningar/farandsyningar/nr/3221|titill=Með augum gestsins. Á vef Þjóðminjasafns Íslands, skoðað 14. júlí 2012.}}
 
{{stubbur|æviágrip}}
[[Flokkur:Norðmenn|Friis, Hans Wingaard]]
{{fde|1870|1936|Friis, Hans Wingaard}}
7.517

breytingar