„Fellsströnd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Fellsströnd''' er sveit í Dalasýslu. Hún tekur við utan við Hvammssveit og eru sveitarmörkin um Hólsá en ströndin nær út að Klofningi, þar sem [[Skarðsst...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Fellsströnd''' er sveit í [[Dalasýsla|Dalasýslu]]. Hún tekur við utan við Hvammssveit og eru sveitarmörkin um Hólsá en ströndin nær út að [[Klofningur|Klofningi]], þar sem [[Skarðsströnd]] tekur við. Þar er allmikil skógrækt. Margar jarðir í sveitinni eru nú komnar í eyði.
 
Innsti bær sem nú er í byggð á Fellsströnd er [[Breiðabólstaður (Fellsströnd)|Breiðabólstaður]]. Þar hefur sama ættin búið frá miðri 18. öld. Þaðan var [[Friðjón Þórðarson]] ráðherra. Nokkru utar er eyðibýlið Skógar og þaðan er nær samfellt skóglendi út að [[Staðarfell]]i, kirkjustað og fornu höfuðbóli á ströndinni, þar sem höfðingjar sátu löngum. Einn hinna fyrstu var Þórður Gilsson, faðir [[Hvamm-Sturla|Hvamm-Sturlu]]. Af síðari alda bændum á Staðarfelli er [[Bogi Benediktsson]] fræðimaður einna þekktastur og seint á 19. öld var [[Hannes Hafstein]] þar um tíma. Seinna var [[húsmæðraskóli]] á Staðarfelli en nú er þar starfsemi á vegum [[SÁÁ]].