„Tupac Shakur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 42:
Morðið á Tupac er enn þann dag í dag óupplýst. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um hver hafi staðið fyrir morðinu og því hefur jafnvel verið haldið fram að Tupac hafi sett dauða sinn á svið og telja sig margir hafa vísbendingar um það af plötum hans.
 
Tveimur mánuðum eftir morðið kom út platan [[Makaveli: The Don KillaminatiKilluminati: 7 Day Theory]], sem Tupac hafði tekið upp rétt fyrir dauða sinn. Á plötunni var dauða hans spáð í mörgum lögum og efni plötunnar var að öllu leyti þungt og dimmt yfir því. Platan var sögð hafa verið unnin á aðeins sjö dögum og eitt vinsælasta lag hennar, Hail Mary, tekið upp á hálftíma. Platan seldist í rúmlega fimm milljón eintökum og var uppspretta ýmissa kenninga um að Tupac væri enn á lífi.
 
Árið [[1997]] komu út kvikmyndirnar [[Gridlock'd]] og [[Gang Related]], sem Tupac hafði leikið í skömmu fyrir dauða sinn. Sama ár kom einnig út ljóðabókin [[The Rose That Grew From Concrete]], sem inniheldur ljóð sem Tupac samdi þegar hann var 18-19 ára.