Munur á milli breytinga „Sandgerði“

682 bætum bætt við ,  fyrir 9 árum
ekkert breytingarágrip
m (Vélmenni: Bæti við: zh:桑德蓋爾濟)
''[[Miðneshreppur]]'' var stofnaður árið [[1886]] þegar [[Rosmhvalaneshreppur|Rosmhvalaneshreppi]] var skipt í tvennt eftir endilöngu nesinu. Hélt hinn hlutinn gamla nafninu áfram en hann náði yfir byggðirnar innan megin á nesinu: [[Garður|Garð]], [[Leira (byggðarlag)|Leiru]] og [[Keflavík]].
Miðneshreppur fékk kaupstaðarréttindi [[3. desember]] [[1990]] og nefndist upp frá því ''Sandgerðisbær''.
 
Sandgerðishverfi er eitt af sjö hverfum Miðneshrepps/Sandgerðis og talið að sunnan frá Ósabotnum nefnast þau: Stafneshverfi, Hvalsneshverfi, Fuglavíkurhverfi, Bæjarskershverfi, Sandgerðishverfi, Flankastaðahverfi og Kirkjubólshverfi.
 
Við jarðamatið 1861 voru fimm býli skráð í Sandgerðishverfi: Krókskot, Landakot, Tjarnarkot, Bakkakot, auk Sandgerðisjarðar. Bakkakot eignaðist ekki nein landréttindi , heldur var tómthús. Hin býlin urðu sjálfstæðar jarðir með hlutdeild í sameiginlegum réttindum hverfisins. Auk heiðarlandsins sem allar fjórar jarðirnar eiga sameiginlega, eru svonefnd Lönd í sameign Krókskots og Sandgerðisjarðar.
 
Íbúar í Sandgerði eru rúmlega 1700 og hefur verið nokkur fjölgun síðustu áratugi. [[Sjávarútvegur]] og [[Fiskvinnsla|fiskvinnsla]] eru helstu [[Atvinnuvegir á Íslandi|atvinnuvegir]], einnig [[Iðnaður|iðnaður]], [[Verslun|verslun]] og [[Þjónusta|þjónusta]] í frekar smáum stíl. Allgóð höfn er í Sandgerði og hafa viðamiklar hafnarframkvæmdir átt sér þar stað á seinni hluta 20. aldar. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er innan bæjarmarka Sandgerðis.
Óskráður notandi