„Sjávarborgin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
''Sjávarborgin'' hefst á að ''Jón Harkan'', glæpamaður úr [[Svamlað í söltum sjó]] flýr úr fangelsi. Skömmu síðar berast fregnir af því að [[kafbátur|kafbáti]] [[Svalur_og_Valur#Sveppagreifinn|Sveppagreifans]] hafi verið rænt. Félagarnir álykta að Jón Harkan sé enn á ný á höttunum eftir gullfarminum á hafsbotni.
 
Svalur, Valur og greifinn halda með annan kafbát til frönsku Rivíerunnar til að elta ''Jón Harkan''. Þar kynnast þeir ''Herra Una'' (franska: ''Monsieur D'Oup''), heldri manni sem telur fátt dýrmætara í lífinu en ró og næði. Ýmis spellvirki eru unnin til að stöðva leiðangur þeirra félaganna, en Svalur kemst þó á mikið dýpi í köfunarhylkinu, þar sem hann telur sig sjá [[kýr]] á beit og ljós frá dularfullum neðansjávarfarartækjum. Vinir hans kenna ofskynjunum vegna köfunarveiki um.
 
''Jón Harkan'' finnst í bát í höfninni, nær dauða en lífi, með gullforðann innanborðs. [[lögregla|Lögreglan]] telur þá að málið sé leyst og engin þörf á frekari leit. ''Herra Uni'' tekur í sama streng. Félagarnir láta sér ekki segjast og þrátt fyrir frekari skemmdarverk uppgötva þeir leyndarmálið: ''Herra Uni'' hefur ásamt félögum sínum komið upp neðansjávarborg fjarri skarkala heimsins og beitt öllum brögðum til að halda henni leyndri, þar á meðal sveit manna í litlum kafbátum. Svalur og Valur lofa að þegja yfir leyndarmálinu.