„Náttúrusteinar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Náttúrusteinar''' voru í þjóðtrú kallaðir þeir steinar sem áttu að hafa meiri náttúru, töfra, en aðrir steinar. Margar sögur hafa því myndast bæð...
 
Lína 26:
 
Steinn þessi er til ýmsra hluta nytsamlegur, en einkum er það talinn bestur kostur hans að hann leysi konu sem á gólfi liggur vel og fljótt frá fóstri sínu, og þarf þá ekki annað en annaðhvort leggja hann á kvið hennar eða henni er gefið vatn, sumir segja volgt [[Frakkland|franskt]] hvítvín að drekka, sem steinninn hefur legið í eða verið skafinn í. Stein þenna skal geyma í hveiti ef hann á ekki að missa náttúru sína og vefja hann í óbornu hvítu lérefti eða líknabelg.
 
Jón Árnason tilgreinir ekki hverskonar steintegund er um að ræða en [[Eggert Ólafsson]] virðist hafa talið að það sem kallað hafi verið lausnarsteinn hafi ekki verið steinn heldur ''“ávöxtur eða hnot af tré (Mimosa scandens) sem rekur hér og hvar upp með öðrum rekavið á Vesturlandi”''.<ref>{{cite web |url=http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1821|title=Hvað er lausnarsteinn og úr hvaða efni er hann?|publisher=Vísindavefurinn|accessdate=26. júní, 2012}}</ref>
 
=== Sögusteinn ===