„Óbó“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
JhsBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: tr:Obua
Satúrnus (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Image:HoboOboeFamily.jpg|thumbnail|60px|right|Nútíma-óbóFrá hægri: Óbó, Ástaróbó og Englahorn]]
'''Óbó''' er [[tréblásturshljóðfæri]] af flokki [[Tvíblöðungur|tvíblöðunga]]. Orðið „óbó“ var búið til úr [[franska]] orðinu yfir óbó; „hautbois“ sem merkir bókstaflega „Hátt eða hávært tré“. Einstaklingur sem spilar á óbó er kallaður óbóleikari.
 
Lína 13:
Hvernig bambusinn í óbóblaðinu er tálgaður skiptir máli niður í minnstu smáatriði. Þess vegna eru öll óbóblöð sem atvinnuóbóleikarar nota handsmíðuð, oftast af þeim sjálfum en aðrir kaupa þau af óbóleikurum sem hafa helgað sig blaðasmíði.
 
Mestu máli skiptir að blaðið „passi við óbóleikarann“, að blaðið hæfi þeirri munnsetningu og blæstri sem óbóleikarinn hefur tamið sér og að styrkleikar þess séu þeir sem óbóleikarnum finnst skipta máli. Til að mynda þurfa þykk blöð yfirleitt meira loft og erfiðara er að gera styrkleikabreytingar með þeim en á móti kemur að þau hafa yfirleitt mun „þykkari“ eða „myrkari“ tón og eru yfirleitt háværari en það eru eiginleikar sem mörgum þykja heppilegir í [[sinfóníuhljómsveit|sinfóníuhljómsveitum]] þar sem óbóleikarinn þarf oft að spila stuttar einleiksstrófur og tréblásarnir almennt þurfa að keppa að því að vera ekki yfirgnæfðir af stórum strengjasveitum og málmblástursthljóðfærunum. Þar að auki ræður lengd blaðsins, og hve mikið af berkinum er skrapaður af, fínstillingu hljóðfærisins.
 
Ending óbóblaða er yfirleitt 1 - 24 mánuðir. Ráða gæði bambusins sem þau eru gerð úr og hvernig óbóleikarinn fer með þau mestu um endingartímann.
Lína 21:
 
===Önnur hljóðfæri í óbófjölskyldunni===
[[Alt]]-útgáfa óbósins, [[enskt horn]] (stundum kallað englahorn), er sennilegast næstfrægasti meðlimur óbófjölskyldurnar en margir þekkja leiðandi sóló þess í öðrum kafla [[sinfónía frá nýja heiminum|9. sinfóníu]] [[Antonín Dvořák|Dvořáks]]. [[Oboe d'AmoreÁstaróbó]] eða [[mezzo-sópran]]óbó var í miklu uppáhaldi hjá [[Johann Sebastian Bach|J. S. Bach]] en hefur ekki náð eins góðri fótfestu í seinni tíma verkum og enska hornið. Baritónóbóið kom fram í endanlegri mynd árið [[1889]] og var notað í risavöxnustu [[Síðrómantísk tónlist|síðrómantísku]] [[Sinfóníuhljómsveit|sinfóníuhljómsveitunum]].
 
[[Heckelfónn]] er annað hljóðfæri í óbófjölskyldunni með sama tónsvið og baritónóbó, kynnt til sögunnar árið [[1904]]. [[Hljóðpípa]] þess er mun víðari en baritónóbósins sem gefur Heckelfóninum kraftmeiri tón. Oft er heckelfóninum og baritónóbóinu ruglað saman. Talið er að tónskáld eins og [[Gustav Holst]], sem skrifuðu fyrir svokallað „bassaóbó“ (í verk eins [[Pláneturnar (tónverk)|Pláneturnar]]), hafi einfaldlega ekki þekkt hljóðfærin í sundur eða verið sama um hvort hljóðfærið spilaði partinn. Í dag eru því partarnir spilaðir sitt á hvað af heckelfón og baritónóbói (þó oftar af baritónóbói þar sem aðeins 165 heckelfónar hafa verið framleiddir). [[Richard Strauss]] skrifaði hins vegar sérstaklega part fyrir heckelfón í verk sín en fyrsti heckelfónpartur veraldar var skrifaður í [[ópera|óperuna]] Salóme.