Munur á milli breytinga „Voltaire“

42 bætum bætt við ,  fyrir 8 árum
m
r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: ky:Вольтер, tt:Вольтер; útlitsbreytingar
m (r2.7.2+) (Vélmenni: Bæti við: mzn:ولتر)
m (r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: ky:Вольтер, tt:Вольтер; útlitsbreytingar)
François-Marie Arouet fæddist í París. Hann var yngstur fimm barna (aðeins þrjú komust á legg) þeirra François Arouet (f. 1650, d. 1. janúar 1722), lögbókanda, og konu hans, Marie Marguerite d'Aumart (f. u.þ.b. 1660, d. 13. júlí 1701), sem var af göfugum ættum. Voltaire gekk til náms hjá jesúítum í Collège Louis-le-Grand (1704 – 1711). Þar lærði hann latínu og grísku. Síðar á ævinni náði hann afburðatökum á ítalíu, spænsku og ensku.
 
Undir lok skólagöngu sinnar hafði Voltaire ákveðið að gerast rithöfundur. Sú staðfesta gekk þvert á óskir föður hans, sem vildi að hann yrði lögfræðingur. Voltaire þóttist starfa sem aðstoðarmaður lögfræðings í París, en varði mestum hluta tíma síns í að yrkja ljóð. Þegar faðir hans komst að hinu sanna, sendi hann Voltaire í laganám, að þessu sinni til Caen í Normandí. Voltaire þráaðist við og hélt áfram að rækta samband sitt við skáldgyðjuna. Einnig skrifaði hann ritgerðir og sagnfræðistúdíur. Hnyttni Voltaires kom honum í mjúkinn hjá ýmsum hástéttarfjölskyldum sem hann umgekkst. Faðir hans togaði í spotta og kom honum í starf ritara hjá sendiherra Frakklands í Hollandi. Þar varð Voltaire ástfanginn af frönskum flóttamanni sem nefndist Catherine Olympe Dunoyer. Faðir Voltaires kom í veg fyrir að þeim tækist að strjúka á brott saman og Voltaire var gert skylt að snúa aftur til Frakklands.
 
Fyrstu ár Voltaires tengdust flest París á einn eða annan hátt. Hann komst snemma í kast við hið opinbera vegna þróttmikilla árása sinna á stjórnvöld og kaþólsku kirkjuna. Þetta leiddi meðal annars til nokkurra tugthúsvista, auk útlegðarskeiða.
Voltaire hafði nú lært af reynslunni. Hann gætti þess að verða sem minnst uppsigað við yfirvöld og einbeitti sér að skrifum og rannsóknum á sviði vísinda og sagnfræði. Meðal áhrifavalda hans var breski vísindamaðurinn Sir Isaac Newton og þýski heimspekingurinn Gottfried Wilhelm Leibniz.
 
Voltaire þótti lífið á herragarðinum (ATH.) þó takmarkað er til lengdar lét. Í Parísarheimsókn árið 1744 varð hann að nýju ástfanginn, nú af frænku sinni, Marie Louise Mignot. Í fyrstu laðaðist Voltaire af Mignot á kynferðislegan hátt og skrifaði henni meira að segja klámfengin bréf. („Sál mín kyssir þína; limurinn á mér, hjartað í mér, eru ástfangin af þér. Ég kyssi á þér undurfagran rassinn ...“). Löngu síðar bjuggu þau saman, hugsanlega einungis á platónskum forsendum, og héldust saman allt til dauða Voltaires. Markgreifynjan, sem einnig hafði orðið sér úti um elskhuga, lést af barnsförum árið 1749.
 
Eftir dauða markgreifynjunnar hélt Voltaire til Parísar. Þar ritaði hann að líkindum eitt hið fyrsta sem skrifað var af vísindaskáldskap; sendiherrar frá framandi plánetu koma til jarðarinnar og verða vitni af heimskupörum mannkyns. Enn og aftur tókst honum svo að reita ráðamenn til reiði og fá þá til að kveikja í verkum sínum.
== Tenglar ==
* {{Vísindavefurinn|58378|Hver var Voltaire og hver var framlag hans til heimspekinnar?}}
{{fd|1694|1778}}
 
{{Tengill ÚG|el}}
 
[[Flokkur:Franskir heimspekingar]]
[[Flokkur:Franskir rithöfundar]]
{{fd|1694|1778}}
 
{{Tengill ÚG|el}}
{{Tengill GG|sv}}
 
[[ko:볼테르]]
[[ku:Voltaire]]
[[ky:Вольтер]]
[[la:Voltarius]]
[[lb:Voltaire]]
[[tl:Voltaire]]
[[tr:Voltaire]]
[[tt:Вольтер]]
[[ug:ۋولتىر]]
[[uk:Вольтер]]
58.124

breytingar