„Laíka“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
EmausBot (spjall | framlög)
m r2.7.2+) (Vélmenni: Bæti við: eu:Laika
m Skráin Laika_Space_Hero.png var fjarlægð og henni eytt af Commons af Jameslwoodward.
Lína 1:
 
[[Mynd:Laika Space Hero.png|thumb|right|Laíka fór fyrst dýra á sporbaug um jörðina árið 1957.]]
'''Laíka''' ([[rússneska]]: '''Лайка''', sem þýðir bókstaflega „sú sem geltir“) var [[Sovétríkin|sovéskur]] [[hundur]] (~1954 – 3. nóvember 1957) sem varð fyrsta dýrið til að fara á [[Sporbaugur|sporbaug]] um jörðina. Lítið var vitað um áhrif [[geimferð]]a á lifandi verur fyrir tíma Laíku. Sumir vísindamenn töldu að flugtakið eða skilyrði í geimnum myndu draga menn til dauða og fannst verkfræðingum því nauðsynlegt að senda fyrst önnur dýr. Laíka, flækingshundur sem hét upprunalega '''Kudryavka''' (rússneska: Кудрявка, ''Litla krullhærða''), gekkst undir þjálfun með tveimur öðrum hundum og var að lokum valin til að fara með geimfarinu [[Spútnik 2]] sem var skotið á loft 3. nóvember 1957. Spútnik 2 var ekki hannað til að snúa til baka og var Laíku því ætlað að deyja.