„Ármann Kr. Einarsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ármann Kr. Einarsson''' ([[30. janúar]] [[1915]] – [[15. desember]] [[1999]]) var [[Ísland|íslenskur]] [[rithöfundur]] sem fékkst við að semja [[skáldsaga|skáldsögur]] handa börnum og unglingum. Lengst af starfaði hann sem [[kennari]] við [[Hlíðaskóli|Hlíðaskóla]] í [[Reykjavík]].
 
Fyrsta bók Ármanns var [[smásaga|smásagnasafnið]] ''Vonir'' sem kom út 1934. Þremur árum síðar kom út [[ævintýri]]ð ''Margt býr í fjöllunum''. Fleiri ævintýri, smásögur og skáldsögur fyrir börn fylgdu í kjölfarið og 1953 kom út fyrsta bók hans um Árna í Hraunkoti, ''Falinn fjársjóður'', með myndum eftir Odd Björnsson. [[Halldór Pétursson]] teiknaði hinsvegar myndirnar í seinni bókunum. Árnabækurnar urðu alls átta talsins, nutu mikilla vinsælda og voru meðal annars þýddar á [[norska|norsku]]. 1962 kom út fyrsta bókin í sex bóka röð um Óla og Magga.
 
1997 kom út eftir hann sjálfsævisagan ''Ævintýri lífs míns''.