„Alfreð Flóki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 7:
 
== Menntun og störf ==
Flóki gekk í Austurbæjar- og Miðbæjarskóla, hann teiknaði mikið á næturnar og las. Amma hans samdi við skólakerfið um að hann mætti mæta seinna í skólann svo hann gæti sofið út.<ref name="Nína-15bls">Nína Björk Árnadóttir (1992): 15.</ref>
 
Flóki vann aðeins á þrem almennum vinnustöðum á sinni ævi og í stuttan tíma hverju sinni. Fyrsta vinna hans var hjá unglingavinnunni, Tóta lét hann hætta í vinnunni, fannst vinnan of erfið fyrir hann. Aðra vinnuna fékk hann árið 1952 þegar Flóki var 13 ára, þá var hann fenginn til að mála húsmódel fyrir Iðnsýninguna í Reykjavík. Honum fannst það skelfilegt púl. Þriðja vinnan og sú síðasta var Flóki verkstjóri hjá Sameinaða gufuskipafélaginu og fól það í sér að vakta pakkhúsið. Flóki var aldrei neinn vinnumaður í sér, það var aðs myndlistin sem komst að.<ref>Nína Björk Árnadóttir (1992): 23-24.</ref>
Lína 17:
 
== Myndlistin ==
Flóki var undrabarn í myndlistinni. Fyrsta teikningin hans varð til í Landsveitinni þar sem hann fór í sveit þegar hann var lítill, hann teiknaði svo allar götur síðan.<ref> name="Nína-15bls" Björk Árnadóttir (1992): 15.</ref> Fyrstu myndlistarsýninguna sína hélt Flóki þegar hann var aðeins 19 ára gamall. Nær allar myndirnar seldust.
 
Alfreð Flóki notaði penna ýmsar tegundir af litakrít, bleki og kolkrít í myndirnar sínar.<ref>Bragi Ásgeirsson (1992).</ref> Flóki hallaðist að 19. aldar symbolistum og súrealistum. Myndir Flóka eru myrkar og dularfullar, fegurð þeirra óhugnaleg. Hvatir og kynórar Flóka birtast í myndum hans sem hafa hneyglsað fólk. Fólk túlkar þó myndir hans á mismunandi hátt.<ref>Jóhann Hjálmarsson (1995): 7.</ref> Danski gagnrýnandinn Virtus Schade segir myndir Flóka ekki klámfengnar heldur þær séu æxlun og fæðing.<ref>Jóhann Hjálmarsson (1995): 14-15.</ref> Margt sem kemur fram í myndum hans er sprottið úr undirvitundinni. Kvenlegar konur og óhugnalegir menn einkenna myndir Flóka. Fólk kann að meta myndir eftir Flóka. Sýningar með myndum eftir hann eru vel sóttar og eftirspurn eftir myndum hans er stöðugt að aukast. Myndir hans hafa einnig vakið mikla athygli erlendis.<ref>Jóhann Hjálmarsson(1995): 7.</ref>