Munur á milli breytinga „Svava Jakobsdóttir“

klippt & skorið
(klippt & skorið)
'''Svava Jakobsdóttir''' ([[4. október]] [[1930]] í [[Neskaupstaður|Neskaupstað]] – [[21. febrúar]] [[2004]]) var [[Ísland|íslenskur]] [[rithöfundur]]. Hún er líklega þekktust fyrir [[Smásaga|smásögur]] sínar og [[skáldsaga|skáldsöguna]] ''[[Leigjandinn]]'' sem kom út [[1969]] og varer gjarnan túlkuð sem ádeila á veru [[Bandaríski herinn|hersins]] á Íslandi. Öðrum þræði þykja skrif Svövu endurspegla [[feminismi|reynsluheim kvenna]] gjarnan á kaldhæðinn hátt. Svava átti sæti á [[Alþingi]] fyrir [[Alþýðubandalagið]] árin [[1971]] – [[1979]].
 
==Ævi==
Svava fæddist á Neskaupsstað þar sem faðir hennar var sóknarprestur, ung að árum fluttist hún með fjölskyldu sinni til [[Saskatchewan]] í [[Kanada]] þaðan sem fjölskylda hennar sneri aftur til Íslands [[1940]]. Hún lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinní Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] 1949. Þá birtist fyrsta smásaga hennar „Konan í kjallaranum“ í smásagnakeppni tímaritsins [[Líf og list]] og vann hún fyrstu verðlaun. Því næst stundaði hún stuttlega nám í [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] áður en hún hélt til [[Bandaríkjanna]] til náms við Smith College í Northampton í [[Massachusetts]], Bandaríkjunum og lauk B.A.-gráðu í enskum og amerískum bókmenntum árið [[1952]]. Ennfremur sótti hún framhaldsnám í forníslenskum bókmenntum við Somerville College í [[Oxford]] í [[Englandi]] frá 1952 til 1953. Svava starfaði í [[Utanríkisráðuneytið|Utanríkisráðuneytinu]] og í Sendiráðinu í [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]] 1955 til 1960. Hún kenndi við Barna- og unglingaskólann á [[Eskifjörður|Eskifirði]] 1963 til 1964. Árið 1965 eftir kom fyrsta bók hennar, smásagnasafnið ''12 konur'' út. Svava tók sér starf sem blaðamaður við [[Lesbók Morgunblaðsins]] 1966 til 1969. Árin [[1968]] til 1971 settist hún í stjórn [[Rithöfundarfélag Íslands|Rithöfundarfélags Íslands]] og starfsmaður við dagskrárdeild [[RÚV]] 1969 til 1970. Svava var fulltrúi Íslands í samráðshóp sem gerði úttekt á menningarsamstarfi Norðurlandanna á grundvelli norræna menningarmálasamningsins 1972 til 1978. Hún var varamaður í stjórn [[Norræna húsið|Norræna hússins]] í Reykjavík 1979 til 1984 og í safnráði [[Listasafn Ísland|Listasafns Íslands]] 1979 til 1983. Hún var fulltrúi Íslands í jafnréttisnefnd Norðurlanda 1980 til 1983. Hún var í stjórn [[Mál og menning|Máls og menningar]] 1976 til 1979 og átti einnig sæti í fulltrúaráði þess. Hún var í [[Rithöfundaráð|Rithöfundaráði]] 1978 til 1980. Hún sat einnig í stjórn [[Leikskáldafélag Íslands|Leikskáldafélags Íslands]] 1986 til 1990. Svava var fulltrúi Íslands í listkynningu Scandinavia Today í Japan 1987.
 
===Þingstörf===
Svava sat tvö kjörtímabil á [[Alþingi]] fyrir [[Alþýðubandalagið]] (árin [[1971]] – [[1979]]). Hún sat einnig í [[Rannsóknaráð ríkisins|Rannsóknaráði ríkisins]] 1971 til 1974 og var varamaður 1978 til 1979. Hún var ennfremur varamaður í [[Norðurlandaráð|Norðurlandaráði]] 1971 til 1974 og aðalmaður þess 1978 til 1979. Svava var fulltrúi á [[allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna|allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna]] árin 1972, 1974, 1977 og 1982.
 
==Verk==
* ''Leigjandinn'', [[1969]]
* ''Gunnlaðar saga'', [[1987]]
 
==Heimildir==
* {{vefheimild|url=http://www.bokmenntir.is/rithofundur.asp?cat_id=115&author_id=87|Bókmenntavefurinn - Svava Jakobsdóttir|13 ágúst|2006}}
* {{vefheimild|url=http://www.bokmenntir.is/hofundur.asp?cat_id=903&module_id=210&element_id=1176&author_id=87&lang=1|Bókmenntavefurinn - Svava Jakobsdóttir - Um höfundinn|13 ágúst|2006}}
===Tenglar===
 
[http://www.bokmenntir.is/hofundur.asp?cat_id=369&module_id=210&element_id=547&author_id=87&lang=1 Bókmenntavefurinn - Svava Jakobsdóttir - Greinar og viðtöl]
 
 
{{Bókmenntastubbur}}
11.619

breytingar