„Einar Bragi Sigurðsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Movses-bot (spjall | framlög)
m r2.6.2) (robot Bæti við: sv:Einar Bragi Sigurðsson
Masae (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
 
==Ævi og störf==
Einar varð stúdent frá [[Menntaskólinn á Akureyri|Menntaskólanum á Akureyri]] [[1944]]. Sumarið [[1945]] kvæntist hann Kristínu Jónsdóttur frá Ærlækjarseli í Öxarfirði. Hann nam listasögu og leikhússögu við Háskólann í Lundi (1945-[[1946]]) og [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]] ([[1950]]-[[1953]]). Hann stofnaði [[tímarit]]ið ''Birting'' eldra 1953 og gaf það út í tvö ár. Þá var hann ábyrgðarmaður ''Birtings'' yngra [[1955]]-[[1968]] og ritstjóri ásamt [[Jón Óskar|Jóni Óskari]], [[Thor Vilhjálmsson|Thor Vilhjálmssyni]] og [[Hörður Ágústsson|Herði Ágústssyni]]. Birtingur var barátturit fyrir nýjum stefnum í bókmenntum og listum og hafði meðal annars víðtæk áhrif á viðhorf manna til ljóðlistar.
Bókmenntastörf Einars Braga eru mikil að vöxtum og margvísleg. Hann skrifaði í fimm bindum ''Eskju'' (Eskifirði 1971-1986), sögu heimabyggðar sinnar, sem byggir á mjög umfangsmikilli heimildaleit. Önnur þrjú bindi með sögulegum fróðleik heita ''Þá var öldin önnur'' (Reykjavík 1973-1975), efnið úr Austur-Skaftafellssýslu og Austfjörðum, að mestu leyti heimildarannsókn höfundar. Efnislega dálítið skyld er bókin ''Heyrt og munað'' (Reykjavík 1978), sem Guðmundur Eyjólfsson frá Þvottá ritaði en Einar Bragi bjó til prentunar. Eitt sögulegt rit enn heitir ''Hrakfallabálkurinn - Viðtöl við Plum kaupmann í Ólafsvík'' (Reykjavík 1982), og er að vísu ekki ritað í fræðilegum stíl en samt reist á skjalarannsóknum í Kaupmannahöfn, eins og kemur fram í eftirmála. Einnig gaf Einar Bragi út bernskuminningar sínar, ''Af mönnum ertu kominn'' (Reykjavík 1985). Þá þýddi hann nokkrar skáldsögur og fjölda leikrita. Ber þar hæst ''Hús Bernhörðu Alba'' eftir Federico Garcia Lorca og leikrit [[August Strindberg|Augusts Strindbergs]] og leikrit [[Henrik Ibsen|Henriks Ibsens]], hvors um sig í tveim bindum. Einna snarastur þáttur í ritmennsku Einars Braga er þó ljóðagerð. Hann var skeleggur baráttumaður fyrir endurnýjun formsins á [[20. öld]] og má segja að hann hafi farið fyrir [[atómskáld]]unum svonefndu.