Munur á milli breytinga „Haugsnesbardagi“

286 bætum bætt við ,  fyrir 8 árum
ekkert breytingarágrip
[[Mynd:Grjótherinn.JPG|thumb|300px|right|Herfylkingarnar táknaðar með steinhnullungum. Her Ásbirninga til vinstri býr sig til að taka á móti Sturlungum úr suðri en þeir birtast skyndilega úr austurátt. Krossarnir á sumum steinanna tákna þá sem féllu í bardaganum.]]
'''Haugsnesbardagi''', [[19. apríl]] [[1246]], var ein af stórorrustum [[Sturlungaöld|Sturlungaaldar]] og mannskæðasti bardagi sem háður hefur verið á Íslandi. Þar börðust [[Sturlungar]] (aðallega Eyfirðingar) undir forystu [[Þórður kakali Sighvatsson|Þórðar kakala Sighvatssonar]] og [[Ásbirningar]] (Skagfirðingar), sem [[Brandur Kolbeinsson]] stýrði. Hann hafði á sjötta hundrað manna í sínu liði en Þórður kakali nærri fimm hundruð og voru það því yfir þúsund manns sem þarna börðust og tíundi hver féll, eða yfir eitt hundrað manns.