„Eðlisfræðin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: el:Φυσικής Ακροάσεως
Xqbot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Breyti: el:Φυσικά; útlitsbreytingar
Lína 4:
'''''Eðlisfræðin''''' (gjarnan þekt undir [[Latína|latneska]] titlinum ''Physica'') er mikilvægt rit í átta bókum eftir [[Grikkland hið forna|forngríska]] [[heimspeki]]nginn [[Aristóteles]]. Líkt og önnur varðveitt rit Aristótelesar er ''Eðlisfræðin'' handrit að fyrirlestrum eða ritgerð sem var ekki ætluð til útgáfu. Það er einskonar forspjall að ritum Aristótelesar um náttúruheimspeki og [[náttúruvísindi]]. ''Eðlisfræðin'' fjallar einkum um [[aðferðafræði]]leg og heimspekileg atriði, fremur en eiginlega [[eðlisfræði]] eða náttúruspekilegar rannsóknir. Í ritinu leggur Aristóteles grunn að rannsóknum náttúruvísindamanna á efnisheiminum sem er undirorpinn [[hreyfing]]u og [[breyting]]u (''kinesis'').
 
== Bókaskipting ==
''Eðlisfræðin'' er í átta bókum.
 
=== 1. bók ===
1. bók fjallar um grunnlögmál náttúrunnar og fjölda. Þá eru athugasemdir um aðferðafræði í náttúruheimspeki og kenningar forvera Aristótelesar.
 
=== 2. bók ===
2. bók fjallar um iðkun náttúruheimspeki og um náttúruhugtakið (gr. ''physis'') sem Aristóteles segir að sé „innri upptök hreyfingar“ (og breytingar, gr. ''kinesis''). Þær [[verund]]ir sem geta hafið eigin hreyfingu eru því „náttúrugripir“. Á hinn bóginn eru „smiðisgripir“ og dauðir hlutir svo sem grjót ófærir um að hefja eigin hreyfingu eða breytingu; auk þess fæðast þeir ekki, deyja ekki, vaxa ekki, nærast ekki og fjölga sér ekki. Aristóteles beitir einnig kenningu sinni um fjórar tegundir orsaka en leggur áherslu á ''tilgangsorsök''.
 
=== 3. bók ===
3. bók fjallar nánar um breytingar en breyting er skilgreind með hutökunum ''megund'' og ''raungervingu'' eða ''möguleika'' og ''veruleika''. Seinni huti bókarinnar fjallar um [[Óendanleiki|óendanleikahugtakið]].
 
=== 4. bók ===
4. bók fjallar enn um hreyfingu með umfjöllun um [[rúm]] (gr. ''topos'') og [[tóm]] og [[Tími|tíma]] (gr. ''khronos''), sem Aristóteles telur að eigi sér ekki sjálfstæða tilvist óháð hlutum sem gangast undir breytingar.
 
=== 5. bók ===
5. bók fjallar um breytingar almennt og fjallar um ólíkar tegundir breytingar, m.a. magnbreytingar, eiginleikabreytingar og breytingar á staðsetningu (þ.e. hreyfingu). Einnig er umfjöllun um tilurð go eyðingu verunda, sem nánar er fjallað um í ritinu ''[[Um tilurð og eyðingu]]''.
 
=== 6. bók ===
6. bók fjallar um samfellur og hvernig verund getur breyst ef hún þarf að fara í gegnum óendanlega mörg stig breytingar. Í 6. bók fjallar Aristóteles einnig um [[þverstæður Zenons|þverstæður Zenons frá Eleu]].
 
=== 7. bók ===
7. bók fjallar um tengsl þess sem hreyfist við þann sem hreyfir það.
 
=== 8. bók ===
8. bók er um fjórðungur alls verksins en hugsanlega var hún upphaflega sjálfstæð ritgerð. Hún fjallar tvö meginefni: endimörk alheimsins og tilvist [[Frumhreyfill|frumhreyfils]], eilífrar og óbreytanlegrar orsakar allra breytinga.
 
Aristóteles fjallar um spurningar eins og: Er alhemurinn eilífur? Átti alheimurinn sér upphaf? Mun heimurinn einhvern tímann enda? Um frumhreyfilinn er einnig fjallað í 12. bók ''[[Frumspekin]]nar''.
 
== Útgáfur og þýðingar ==
=== Útgáfur og skýringarrit ===
* Aristotle, ''Aristotelis Physica''. W.D. Ross (ritstj.) (Oxford: Clarendon Press, 1950).
* Aristotle, ''Aristotle: Physics''. Sir David Ross (ritstj.) (Oxford: Clarendon Press, 1936).
 
=== Þýðingar ===
* Aristotle, ''Physics''. Robin Waterfield (þýð.) (Oxford: Oxford University Press, 1996).
* Aristotle, ''Aristotle IV: Physics Books I-IV''. P.H. Wicksteed og F.M. Cornford (þýð.) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1929).
* Aristotle, ''Aristotle V: Physics Books V-VIII''. P.H. Wicksteed og F.M. Cornford (þýð.) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1934).
 
== Heimild ==
*{{wpheimild | tungumál = en | titill = Physics (Aristotle) | mánuðurskoðað = 29. desember | árskoðað = 2006}}
 
Lína 53:
[[br:Fizik (Aristoteles)]]
[[de:Physik (Aristoteles)]]
[[el:Φυσικά]]
[[el:Φυσικής Ακροάσεως]]
[[en:Physics (Aristotle)]]
[[eo:Fiziko (Aristotelo)]]