„Hólar í Hjaltadal“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Snaevar-bot (spjall | framlög)
m Fjarlægi stubbasnið af síðum stærri en 1050bæt eða með fleiri innri tengla en 10.
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:HoladomkirkjaChurch in Hólar with Hólar University College in the background.jpg|thumb|240px|DomkirkjanDómkirkjan á Hólum og skólahúsið í baksýn.]]
[[Mynd:Holar1.JPG|right|thumb|200px|Nýibær á Hólum í Hjaltadal, reistur af Benedikt Vigfússyni prófasti árið 1854.]]
 
'''Hólar í Hjaltadal''' eru bær, kirkjustaður og skólasetur í [[Hjaltadalur|Hjaltadal]] í [[Skagafjörður|Skagafjarðarsýslu]]. Þar var settur biskupsstóll árið 1106 þegar norðlendingarNorðlendingar kröfðust þess að fá sinn eigin [[biskup]] til mótvægis við biskupinn í [[Skálholt]]i. Fyrsti biskup á Hólum var [[Jón Ögmundsson]]. Á Hólum var löngum rekinn [[Hólaskóli (1106-1802)|skóli]] og [[prentsmiðja]] var starfrækt þar lengi.
Aðalhöfn fyrir Hóla fram að siðaskiptum var Kolbeinsárós ([[Kolkuós]]). Þar komu að landi þau skip sem biskupsstóllinn átti í förum á miðöldum.
 
== Biskupssetur ==
Núna er rekinn þar skóli, [[Háskólinn á Hólum]].
Hólar voru í raun höfuðstaður og helsta menningarsetur Norðurlands frá því í upphafi tólftu aldar til upphafs nítjándu aldar og frá fornu fari hafa Norðlendingar og þó einkum Skagfirðingar talað um að fara „heim að Hólum“. Biskupsstóllinn átti geysimiklar eignir og um [[Siðaskiptin á Íslandi|siðaskipti]] var um fjórðungur af öllum jörðum í [[Norðlendingafjórðungur|Norðlendingafjórðungi]] í eigu stólsins. Á Hólum var löngum rekinn [[Hólaskóli (1106-1802)|skóli]], þó líklega ekki óslitið nema frá því um siðaskipti, og [[prentsmiðja]] var starfrækt þar lengi. Aðalhöfn fyrir Hóla fram að siðaskiptum var Kolbeinsárós ([[Kolkuós]]). Þar komu að landi þau skip sem biskupsstóllinn átti í förum á miðöldum.
 
[[Hólabiskupar]] voru 23 í kaþólskum sið og 13 í lútherskum sið. Margir biskupanna á 14. og 15. öld voru þó erlendir og stóðu stutt við á Hólum eða komu jafnvel aldrei til landsins en dvöldust erlendis og létu fulltrúa sína sinna málefnum biskupsdæmisins. Af atkvæðamestu biskupum í kaþólskum sið má auk Jóns Ögmundssonar nefna [[Guðmundur góði Arason|Guðmund góða Arason]] (biskup 1203-1237), Norðmanninn [[Auðun rauði Þorbergsson|Auðun rauða Þorbergsson]] (biskup 1313-1322), sem meðal annars reisti [[Auðunarstofa|Auðunarstofu]] hina fyrri, og [[Jón Arason]] (1524-1550), síðasta biskup á Hólum í kaþólskum sið.
 
Fyrsti lúterski biskupinn á Hólum var [[Ólafur Hjaltason]] en atkvæðamestur lútherskra biskupa þar var [[Guðbrandur Þorláksson]], sem sat staðinn í meira en hálfa öld, eða frá 1571 til 1627 og lét meðal annars þýða og prenta biblíuna sem við hann er kennd og kölluð [[Guðbrandsbiblía]]. [[Gísli Magnússon (biskup)|Gísli Magnússon]] (biskup 1755-1779) lét reisa [[Hóladómkirkja|steinkirkjuna]] sem enn stendur á Hólum. Síðasti biskup á Hólum var [[Sigurður Stefánsson]] (biskup 1789-1798) en eftir lát hans voru biskupsdæmin tvö sameinuð og Hólastóll lagður niður en skólinn fluttur suður og sameinaður [[Hólavallarskóli|Hólavallarskóla]]. Eftir að biskupsstóllinn var lagður af og eignir hans seldar voru Hólar [[prestssetur]] til [[1868]] en þá var prestssetrið flutt í [[Viðvík]]. Hólar urðu aftur prestssetur [[1952]] og frá Hólum hefur þar verið vigslubiskupssetur.
 
== Skólasetur ==
Skagafjarðarsýsla keypti jörðina 1881 og árið eftir var bændaskóli stofnaður á Hólum, Frá 2003 hefur nám þar verið á háskólastigi og kallast skólinn nú [[Háskólinn á Hólum]]. Ýmsar stofnanir eru einnig á Hólum, þar á meðal [[Sögusetur íslenska hestsins]], [[Guðbrandsstofnun]], sem er rannsókna- og fræðastofnun í tengslum við skólann, og [[fiskeldisstöð|fiskeldisstöðin]] Hólalax. Á Hólum er grunnskóli og leikskóli. Þar er umfangsmikil ferðaþjónusta og á sumrin er rekið þar gistihús og veitingahús. Þar er einnig sundlaug.
 
Íbúar á Hólum voru 83 1. janúar 2012.
 
== Tengt efni==