„Þrjátíu ára stríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 46.239.229.254 (spjall), breytt til síðustu útgáfu GedawyBot
Lína 2:
'''Þrjátíu ára stríðið''' var röð [[stríð|styrjalda]] sem áttu sér stað í [[Þýskaland]]i á árunum [[1618]] til [[1648]]. Öll helstu stórveldi [[Evrópa|Evrópu]] drógust inn í átökin. Stríðsins var lengi minnst sem einnar skæðustu styrjaldar í Evrópu fram að [[Napóleonsstyrjaldirnar|Napóleonsstyrjöldunum]] og herfarir stríðsaðila og plágur sem þeim fylgdu lögðu mörg héruð [[Þýskaland]]s því sem næst í auðn.<br />
</onlyinclude>
== Aðdragandi ==
sko þetta er sagan. :)
[[Mynd:Joseph_Heintz_d._Ä._003.jpg|thumb|100px|right|Ferdinand 2. keisari hins Heilaga rómverska ríkis.]]
 
[[Augsborgarfriðurinn]] ([[1555]]) staðfesti að þýsku furstarnir (225 að tölu) gætu valið héruðum sínum trú ([[lútherstrú]] eða [[Kaþólsk trú|kaþólska trú]]) samkvæmt skilyrðinu ''cuius regio, eius religio'' í [[Hið heilaga rómverska keisaradæmi|Hinu heilaga rómverska keisaradæmi]] sem náði á þeim tíma yfir [[Þýskaland]], [[Austurríki]], [[Ungverjaland]] og [[Bæheimur|Bæheim]]. Keisarinn var kosinn til ævilangrar setu af sjö [[kjörfursti|kjörfurstum]] sem voru greifinn í [[Pfalz]], hertoginn af [[Saxland]]i, markgreifinn af [[Brandenburg]] og konungurinn í Bæheimi, auk erkibiskupanna í [[Mainz]], [[Trier]] og [[Köln]]. Keisaradæmið var í reynd orðið erfðaveldi [[Habsborgarar|Habsborgara]] sem fylgdi hertogadæminu í [[Austurríki]]. Hertoginn af [[Austurríki]] var auk þess venjulega einnig konungur Ungverjalands og Bæheims, en þar með hafði hann eitt atkvæði við kjör nýs keisara.