„Varsjá“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 149:
 
==== Plöntulíf og dýralíf ====
[[Mynd:5 Warszawa 071.jpg|thumb|[[Páfugl]]ar búa í Łazienki-garðinum ásamt nokkrum öðrum dýrategundum]]
 
Um 40 % af flatarmáli Varsjár er grænt, það er að segja almenningsgarðar, grasbrúnir og tré á götum, [[landvernd]]arsvæði og litlir skógar í útjaðri borgarinnar. Almenningsgarðar í borginni eru 82 samtals og ná yfir 8 % af flatarmáli borgarinnar. Hinir elstu þeirra [[Saxagarðurinn]] og garðarnir við hallirnir [[Krasiński-höll|Krasiński]], [[Łazienki-höll|Łazienki]] og [[Królikarnia-höll|Królikarnia]].
 
Saxagarðurinn er 15,5 [[hektari|ha]] að flatarmáli og var áður fyrr konunglegur garður. Í garðinum eru yfir 100 trjátegundir og breiddar göngubrautir með bökkum. [[Gröf óþekkta hermannsins (Varsjá)|Gröf óþekkta hermannsins]] er í austurhluta garðsins. Garðurinn við Krasiński-höll var gerður upp af landslagsartitektinum Franciszek Szanior á [[19. öld]] en í miðjum garðinum er enn að finna tré frá þessum tíma svo sem [[musteristré]], [[svart valhnotutré|svört valhnotutré]] og [[hesliviður|hesliviði]]. Þar eru líka margir bekkir, blóm, andatjörn og leikvelli en hann er mjög vinsæll meðal Varsjárbúa. Minnismerki um [[uppreisnin í Varsjárgettóinu|uppreisnina í Varsjárgettóinu]] er líka í garðinum.
 
Garðurinn við Łazienki-höll er 76 ha að flatarmáli en skipulag garðsins og plönturnar þar endurspegla sérkennilegu sögu hans. Í garðinum eru nokkur [[samkomuhús]], [[höggmynd]]ir, [[brú|brýr]] og [[tjörn|tjarnir]] en það sem aðskilur hann frá öðrum almenningsgörðum í Varsjá er [[páfugl]]ar og [[fasani|fasanar]] sem flækjast frjálsir um garðinn. Einnig eru [[vatnakarfi|vatnakarfar]] í tjörnunum. Garðurinn við Wilanów-höll er 43 ha og var opnaður í lok [[17. öld|17. aldar]]. Hann var skipulagður í frönskum stíl og minnir á [[barokk]]stíl hallarinnar. Austurhluti garðsins er næstur höllinni og er á tveimur hæðum.
 
== Heimildir ==