„Varsjá“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 138:
[[Mynd:6 Warszawa 149.jpg|thumb|200px|[[Tækniháskólinn í Varsjá]]]]
Í lok [[17. öld|17. aldar]] var byggt mikið af kirkjum og hús fyrir aðalsmenn. Helstu dæmin frá þessu tímabili eru [[Krasiński-höll]] (1677–1683), [[Wilanów-höll]] (1677–1696) og [[Kazimierz-kirkja]] (1688–1692). Meðal byggingar í [[rókokó]]stílnum eru [[Czapski-höll]] (1712–1721), [[Höll fjögurra vinda]] (1730) og [[Wizytki-kirkja]] (1728–1761). Byggingar í Varsjá í nýklassískum stíl einkennast af rúmfræðilegum formum og áhrifum frá rómverskum byggingum. Bestu dæmin um nýklassískan stíl eru [[Łazienki-höll]] (endurbyggð 1775–1795), [[Królikarnia]] (1782–1786), [[Karmelítakirkja (Varsjá)|Karmelítakirkja]] (1761–1783) og [[Kirkja heilagrar þrenningar (Varsjá)|Kirkja heilagrar þrenningar]] (1777–1782). Á tímum [[konungsríkið Pólland|konungsríkisins Póllands]] var mikill efnahagslegur vöxtur og aukinn áhugi á arkitektúr í kjölfarið. Áhuginn á nýklassíska stílnum var töluverður og sést í byggingum á borð við [[Mikla leikhús (Varsjá)|Mikla leikhús]] (1825–1833) og byggingarnar á [[Bankatorg (Varsjá)|Bankatorginu]] (1825–1828).
 
Margar byggingar í [[borgarastétt]]arstílnum voru ekki endurreistar af [[kommúnismi|kommúnistastjórninni]] eftir stríðið en sumar þeirra voru endurbyggðar í [[þjóðfélagslegt raunsæi|þjóðfélagslegum raunsæisstíl]] (svo sem hús [[fílharmóníusveit Varsjár|fílharmóníusveitar Varsjár]]). Sum dæmi um byggingar frá [[19. öld]] er samt að finna í borginni, eins og [[tækniháskólinn í Varsjá]] (1899–1902). Margar byggingar frá þessu tímabili austan megin við [[Visla|Vislu]] voru gerðar upp en eru í slæmu ástandi í dag. Borgarstjórn Varsjár hefur ákveðið að endurbyggja [[Saxahöll]]ina og [[Brühl-höll (Varsjá)|Brühl-höllina]] sem voru ásamt helstu byggingum í borginni fyrir stríðið.
 
[[Mynd:Socreal decoration in Warsaw.JPG|thumb|left|180px|Dæmi um [[þjóðfélagslegt raunsæi]] í Varsjá]]
Nokkur dæmi um samtímabyggingar eru [[Menningar- og vísindahöllin í Varsjá|Menningar- og vísindahöllin]] (1952–1955), sem er skýjakljúfur byggður í þjóðfélagslegum raunsæisstílnum, og Stjórnarskrártorg, þar sem fleiri byggingar í þessum stíl er að finna. Í miðju hverfinu [[Praga]] austan megin við ána eru mörg niðurnídd hús við hliðina á nýjum íbúðablokkum og verslunarmiðstöðvum.
 
Byggingar í [[nútímastíll|nútímastílnum]], á borð við Metropolitan Office Building á [[Piłsudski-torg]]i, sem var hönnuð af breskum arkitekt [[Norman Foster]], Bókasafn háskólans í Varsjá (BUW) eftir arkitektana Marek Budzyński og Zbigniew Badowski, skrifstofuhúsið Rondo 1, sem var hannað af [[Skidmore, Owings and Merrill]], og [[Złote Tarasy]] sem er með nokkrum hvolfþökum sem skarast, er að finna víðs vegar um borgina.
 
Varsjá er meðal hæstu borganna í Evrópu, 21 af 18 hæstu byggingum í Póllandi eru í Varsjá.
 
==== Plöntulíf og dýralíf ====