„Varsjá“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 24:
=== Upphaf ===
[[Mynd:Kosciol NMP Warszawa Nowe Miasto.jpg|thumb|Maríukirkjan í Varsjá sem byggð var árið [[1411]]]]
Fyrstu byggðirnar á staðnum sem í dag er kallaður Varsjá voru [[Bródno]] (9. – 10. öld) og [[Jazdów]] (12. – 13. öld). Eftir að árás var gerð á Jazdów var sest að á svæðinu þar sem fiskiþorpið Warszowa var. Bolesław 2. [[Masóvía|Masóvíuprins]] stofnaði byggðina Varsjá um árið 1300. Í byrjun [[14. öld|14. aldar]] varð byggðin valdastóll [[Masóvíuhertogar|Masóvíuhertoganna]] og var svo gerð að höfuðbæ Masóvíu árið [[1413]]. Á þeim tíma var efnahagur Varsjár byggður á handiðnum og verslun. Þegar hertogaættin dó út var Masóvía fellt aftur inn í konungaríkiðkonungsríkið Pólland árið [[1526]].
 
=== 16. – 18. öld ===
Lína 34:
 
=== 19. og 20. aldir ===
Varsjá var áfram höfuðborg [[Pólsk-litháíska samveldið|Pólsk-litháíska samveldisins]] til ársins [[1795]] þegar það varð hluti af [[konungsríkið Prússland|konungsríkinu Prússlandi]]. Þá varð Varsjá höfuðborg héraðsins [[Suður-Prussland]]s. Borgin var frelsuð af hermönnum [[Napóleon]]s árið [[1806]] og var gerð svo að höfuðborg [[hertogadæmið Varsjá|hertogadæmisins Varsjár]]. Í kjölfar [[Vínarráðstefnan| Vínarráðstefnunnar]] árið [[1815]] varð Varsjá höfuðborg [[konungaríkiðkonungsríkið Pólland|konungaríkisinskonungsríkisins Póllands]], sem var [[þingbundin konungsstjórn]] í [[konungssamband]]i við [[Rússneska heimsveldið]]. Konungslegi háskólinn í Varsjá var stofnaður árið [[1816]].
 
[[Mynd:German airship bombing Warsaw.JPG|thumb|left||210px|Þýskt loftskip varpar sprengjum á Varsjá árið [[1914]]]]
Vegna fjölda brota á [[pólska stjórnarskráin|pólsku stjórnarskrárinni]] fyrir hendi Rússlands braust [[Nóvemberuppreisnin]] út árið [[1830]]. Pólsk-rússneska stríðinu 1831 lauk þó með ósigri Pólverja og sjálfstæði konungaríkisinskonungsríkisins var afnumið. Þann [[27. febrúar]] [[1861]] skaut rússneskt herlið á mannfjölda sem var að mótmæla stjórn Rússlands yfir Póllandi en fimm menn fórust í kjölfar skotárásarinnar. [[Pólska ríkisstjórnin]] var í felum í Varsjá meðan á [[Janúaruppreisnin]]ni stóð árin 1863–64.
 
Varsjá blómstraði í lok [[19. öld|19. aldar]] undir stjórn [[Sokrates Starynkiewicz]] (1875–92), sem var rússneskur hershöfðingi skipaður í embætti af [[Alexander 3.]] Á tímum Starynkiewicz byggði [[William Lindley]] enskur verkfræðingur ásamt syni sínum [[William Heerlein Lindley]] fyrsta vatnsveitu- og frárennsliskerfið í Varsjá. Auk þess voru [[sporvagn]]akerfið, [[gas]]kerfið og [[götulýsing]]arkerfið endurbætt og stækkuð.