Munur á milli breytinga „Forverar Sókratesar“

Á grundvelli greiningar á sögninni „að vera“ leiddi Parmenídes rök að því að ekki væri til neinn mismunur og þar með væru hreyfing og breyting einungis tálsýn.<ref>Ólafur Páll Jónsson. „Hver setti fram þá tilgátu að hreyfing væri ekki til? Er hún sönn?“. Vísindavefurinn 12.7.2001. http://visindavefur.is/?id=1780. (Skoðað 15.4.2009).</ref> Fornmenn sjálfir álitu rök Parmenídesar sýna að tilraunir fyrstu heimspekinganna (Þalesar, Anaxímandrosar, Anaxímenesar) til þess að finna einhverja ''eina'' uppsprettu sem útskýrði margbreytileika heimsins væru dauðadæmdar. Í kjölfarið komu fram ''fjölhyggjukenningar'' sem áttu að koma til móts við Parmenídes að einhverju leyti.
 
Nemandi Parmenídesar var [[Zenon frá Eleu]]. Hann setti fram frægar [[Þverstæður Zenons|þverstæður]] sem áttu að renna stoðum undir kenningar Parmenídesar og sýna að hugmyndir um hreyfingu og breytingu gengju ekki upp. Ein þverstæðan er á þá leið að maður komist aldrei á milli staða frá A til B vegna þess að fyrst þurfi maður að fara hálfa leiðina; en áður en maður getur það þarf maður að fara helminginn af þeirri vegalengd o.s.frv.og svo framvegis endalaust. Þverstæðan kallast Tvískiptingin og er til í tveimur útgáfum sem eiga að sýna að maður komist aldrei á leiðarenda eða komist aldrei af stað yfirleitt. Önnur þverstæða Zenons, náskyld Tvískiptingunni, er öllu frægari og nefnist Akkilles og skjaldbakan. Hún á að sýna að Akkilles geti ekki unnið kapphlaup við skjaldböku sem fær ofurlítið forskot á Akkilles.
 
=== Fjölhyggjan ===