„Hellenísk heimspeki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Chobot (spjall | framlög)
m r2.6.5) (Vélmenni: Bæti við: tr:Helenistik felsefe
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Heimspekisaga}}
<onlyinclude>'''Hellenísk heimspeki''' er strangt tekið einungis [[heimspeki]] [[Helleníski tíminn|helleníska tímans]], þ.e.það er að segja frá dauða [[Alexander mikli|Alexanders mikla]] árið 323 f.o.t. (í [[Fornaldarheimspeki (fræðigrein)|heimspekisögu]] er miðað við dauða [[Aristóteles]]ar árið síðar) til ársins 31 f.o.t., enEn orðið er stundum einnig notað um [[Rómversk heimspeki|rómverska heimspeki]] og heimspeki [[Síðfornöld|síðfornaldar]] enda urðu ekki skörp skil í sögu heimspekinnar með endalokum helleníska tímans.
 
Á hellenískum tíma blómstruðu einkum þrír skólar: [[epikúrismi]], [[stóuspeki]] og [[efahyggja]].</onlyinclude>
Lína 16:
Samkvæmt [[frumspeki]] Epikúrosar er heimurinn á endanum gerður úr örsmáum efnislegum eindum sem voru nefnd ódeili („atóm“) og sem svifu um í tómarúmi. Allt sem gerist er afleiðing af árekstrum ódeilanna, sameiningu þeirra þegar þær loða hver við aðra án tilgangs eða markmiðs með hreyfingu þeirra.
 
Eindirnar hafa frumlega eiginleika til dæmis stærð, lögun og massa. Aðrir eiginleikar, eins og litur og bragð, eru afleiðingar af flóknu samspili eindanna í líkömum okkar og í hlutunum sem við skynjum. Raunverulegir eiginleikar eindanna ákvarða skynjanlega eiginleika hluta. Til dæmis er það sem er biturt eða súrt á bragðið myndað úr hvössum eindum, en það sem er sætt á bragðið er myndað úr sléttari eindum. Samspil þessara einda og eindanna í tungum okkar valda því hvernig við upplifum bragð hluta. Sumir hlutir eru sérstaklega harðir og þéttir vegna þess að eindirnar eru fleiri og þéttari og haldast saman vegna lögunar sinnar (t.d.til dæmis vegna króka á þeim). Aðrir hlutir eru úr sérlega sléttum og sleipum eindum sem haldast illa saman.
 
=== Þekkingarfræði ===
[[Þekkingarfræði]] epikúrismans er [[raunhyggja]]. Hún lagði áherslu á skynjun og skynreynslu en samkvæmt henni er skynreynsla á endanum uppruni allrar þekkingar. Að baki þekkingarfræði epikúrismans var frumspekileg kenning um mannlega skynjun, byggð á eindahyggjunni, sem lýsir skynreynslu sem samspili eindanna í skynfærum okkar og einda sem losna frá hlutunum sem eru skynjaðir.
 
Í epikúrískri þekkingarfræði eru þrír mælikvarðar á sannleika, þ.e.það er að segja hvort tiltekin fullyrðing sé sönn eða ekki. Þeir eru: Skynjun (''aesþēsis''), hugtök (''prolepsis'') og tilfinningar (''paþē''). Samkvæmt epikúrískri þekkingarfræði eru allar skynjanir réttar. Dæmi um hugtak er ''maður'' en allir þekkja hugtakið ''maður'' og vita hvað maður er. Uppruni hugtakaþekkingar manna er á endanum í skynreynslu.
 
=== Siðfræði ===
Lína 37:
{{Aðalgrein|Stóuspeki}}
 
Upphafsmaður stóuspekinnar var [[Zenon frá Kítíon]] en [[Krýsippos]] var annar mikilvægur málsvari hennar. Stóumenn voru efnishyggjumenn en þó ekki eins afdráttalausir og epikúringar. Þeir kenndu að lífinu skyldi lifað í samræmi við náttúruna og örlögin. Stóumenn voru að vissu leyti [[algyðistrú]]ar og töldu að heimurinn allur væri guðlegur, hann væri gegnsýrður af skynseminni, ''logos'', en það hugtak fengu þeir frá [[Herakleitos]]i. Þeir kenndu að [[dygð]]in væru einu gæðin og að [[löstur]] væri eina bölið, allt annað væri hlutlaust og hvorki bætti við eða drægi úr hamingju manns. Þetta viðhorf mildaðist er fram liðu stundir, m.a.meðal annars hjá [[Panætíos]]i og [[Pósidóníos]]i sem blönduðu stóuspekinni áhrif frá [[Platon]]i. Stóuspekin var gríðarlega vinsæl í [[Rómaveldi]] og hafði mikil áhrif á menn eins og [[Cíceró]] og [[Seneca yngri|Seneca]] og [[Markús Árelíus]] voru stóískir heimspekingar. Á [[nýöld]] hafði stóuspekin talsverð áhrif á [[Baruch Spinoza]].
 
== Efahyggja ==
[[Mynd:Sextus.jpg|110px|thumb|right|[[Sextos Empeirikos]]]]
Efahyggjan átti sér tvær rætur. Annars vegar voru upphafsmenn hennar þeir [[Arkesilás]] og [[Karneades]] sem voru ''akademískir heimspekingar'', þ.e.það er að segja þeir tilheyrðu Akademíunni, sem var skóli sem Platon stofnaði í [[Aþena|Aþenu]] um 385 f.o.t. Á 3. öld f.o.t. voru akademískir heimspekingar farnir að túlka samræður Platons sem efahyggjurit og töldu að Sókrates hefði verið efahyggjumaður. Þessir efahyggjumenn (sem nefndust ekki efahyggjumenn á sínum tíma, heldur akademískir heimspekingar) áttu fyrst og fremst í rökræðum við stóumenn og frá forsendum stóumanna leiddu þeir út að ekki væri hægt að vita neitt; sjálfir tóku þeir ekki undir forsendur stóumanna og héldu engu fram.
 
Hin rót efahyggjunnar er hjá [[Pyrrhon]]i frá Elís sem var sjálfur undir áhrifum frá Demókrítosi. Pyrrhon hélt því fram að það væri ekki hægt að vita neitt vegna þess að heimurinn væri óákvarðanlegur og ómælanlegur. Í stað þess að leita þekkingar ætti maður að sætta sig við að ekkert væri hægt að vita, losa sig við skoðanir sínar og því myndi fylgja sálarró. Strangt tekið er þetta viðhorf ekki efahyggja (sem ekki gæti fullyrt að ekkert væri hægt að vita) heldur ''neikvæð kenning um möguleikann á þekkingu''.
 
Heimspekingurinn [[Ænesidemos]], sem lítið er vitað um annað en að hann var akademískur heimspekingur á 1. öld f.o.t., sagði skilið við akademíuna (sem var farin að mildast í efahyggjunni á hans tíma) og sameinaði áhrif frá eldri akademískum heimspekingum (Arkesilási og Karneadesi) við heimspeki Pyrrhons, sem hann sagði að væri ''raunverulegur'' efahyggjumaður. Þessi efahyggja heitir [[pyrrhonismi]] í höfuðið á Pyrrhoni og er varðveitt í ritum [[Sextos Empeirikos|Sextosar Empeirikosar]]. Þar koma saman efahyggja Arkesilásar og Karneadesar og hugmynd Pyrrhons um sálarró. Þessi heimspeki hafði sáralítil áhrif í fornöld en gríðarleg áhrif á nýöld, m.a.meðal annars á [[Michel de Montaigne]] sem síðan hafði áhrif á [[René Descartes]].
 
== Tengt efni ==