„Plútó (dvergreikistjarna)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
TjBot (spjall | framlög)
m r2.7.2) (Vélmenni: Bæti við: iu:ᑉᓘᑐ
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Plútó''' er [[dvergreikistjarna]] í [[Kuiper-beltið|kuiperbeltinu]], 2300 [[km]] í [[þvermál]]. Minnsta fjarlægð Plútós frá jörðu er um 4290 milljón kílómetrar og sú mesta um 7530. <ref>TÞ. [http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=510 „Hvað er Plútó langt frá jörðu? “]. Vísindavefurinn 14.6.2000.</ref> Plútó uppgötvaðist árið [[1930]] af bandaríska [[stjörnufræði]]ngnum [[Clyde Tombaugh]] (1906-1997)<ref>Þorsteinn Þorsteinsson. [http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5328 „Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?“]. Vísindavefurinn 13.10.2005</ref>, en nafnið valdi hann eftir uppástungu 11 ára stúlku, Venetiu Burney (fædd Venetia Phair).
 
[[Sporbaugur]] Plútós um [[sólin|sólu]] liggur ekki í sömu [[plan|sléttu]] og sporbaugar [[reikistjarna]]nna heldur hallar hún um 17 gráður miðað við sléttu þeirra. <ref>ÞV og ÖJ. [http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=1415 „Eru brautir plánetanna samhliða eins og sett er fram í öllum bókum og bíómyndum? Er engin braut sem fer þvert á hinar?“]. Vísindavefurinn 23.3.2001.</ref> Ennfremur er sporbaugurinn óvenju ílangur og liggur að hluta fyrir innan sporbaug [[Neptúnus (reikistjarna)|Neptúnusar]]. <ref>Þorsteinn Þorsteinsson. [http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5328 „Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?“]. Vísindavefurinn 13.10.2005</ref>
 
Árið 1988 uppgötvuðu vísindamenn hjá [[NASA]] að birta Plútós dofnaði hægt þegar hann bar við [[stjarna|stjörnu]], en það var talið sanna að Plútó hefði [[lofthjúpur|lofthjúp]].
 
Plútó hefur fjóra [[fylgihnöttur|fylgihnetti]], en sá fyrsti sem fannst nefnist [[Karon]]. <ref>[http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/pluto/karon/ Karon (fylgitungl Plútó)]. Stjörnufræðivefurinn 2010</ref> Karon er 900 km í þvermál og um sex daga á leið sinni kringum Plútó. Hinir þrír fylgihnettirnir heita Nix, Hýdra og P4. Nix og Hýdra fundust í maí [[2005]] og tilvist þeirra var staðfest í febrúar [[2006]] en P4 í júlí 2011<ref>{{cite web|url=http://www.stjornuskodun.is/frettir/nr/470 | title = Hubblessjónaukinn finnur áður óþekkt tungl við Plútó | accessdate = 20.07.2011}}</ref>.
 
Plútó var lengi talin níunda [[reikistjarna]] [[sólkerfið|sólkerfisins]], eða frá [[1930]] til [[24. ágúst]] 2006, þegar samþykkt var eftir heitar umræður á þingi [[Alþjóðasamband stjörnufræðinga|Alþjóðasambands stjörnufræðinga]] að telja Plútó ekki lengur reikistjörnu, heldur ''dvergreikistjörnu''. Ástæðan var m.a. sú að Plútó er aðeins einn af þúsundum þekktra [[geimfyrirbæri|geimfyrirbæra]] í kuiperbeltinu og sum eru líklega stærri en hann. Einnig er [[sporbaugur]] Plútós talsvert frábrugðinn sporbaugum reikistjarnanna.