„Sjónskekkja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: Sjónskekkja er ein af þremur megintegundum sjónlagsgalla, ásamt nærsýni og fjarsýni. Sjónlagsgalli er ástand þar sem viðkomandi þarf á hjálpartæki að halda, svo sem gl...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 9:
Sjónskekkja sem hér hefur verið lýst er kölluð "regluleg sjónskekkja". Öllu óalgengari er "óregluleg sjónskekkja", sem ekki er hægt að leiðrétta með gleraugum, en í sumum tilvikum með harðri snertilinsu. Í óreglulegri sjónskekkju er ekki öxull í hornhimnunni og í raun er þá yfirborð hornhimnunnar einfaldlega óreglulegt.
 
Unnt er að laga sjónskekkju með skurðaðgerð, sem byggist á því að búnir eru til skurðir í jaðra hornhimnunnar í þeim öxli sem hornhimnan er kröppust. Þetta fletur út hornhimnuna og getur lagað sjónskekkju upp að um það bil 3 díoptríum. Nýjasta aðgerðin við sjónskekkju er svo laseraugnlækningar, eða LASIK, þar sem laga má enn meiri sjónskekkju. Sjónskekkjur eru venjulega ekki áunnar heldur meðfæddar og arfgengar.