„Vinnuhjúaskildagi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Vinnuhjúaskildagi''', einnig kallaður ''hjúaskildagi, hjúafardagi'' eða ''hjúadagur'' var sá dagur ársins sem ráðning eða árvist vinnufólks miðaðist við...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Vinnuhjúaskildagi''', einnig kallaður ''hjúaskildagi, hjúafardagi'' eða ''hjúadagur'' var sá [[dagur]] [[Ár|ár]]sins sem ráðning eða árvist vinnufólks miðaðist við frá fornu fari. Hann var upphaflega [[3. maí]], á [[krossmessu á vor]], en þegar tímatalsbreytingin var gerð árið [[1700]] og teknir voru 11 dagar úr árinu, svo að [[28. nóvember]] kom í stað [[17. nóvember]], þá færðist vinnuhjúaskildaginn frá 3. til [[14. maí]], annars hefðu húsbændur átt inni 11 daga hjá vinnuhjúum. Tilflutningurinn virðist líka hafa hentað betur sem vistaskiptadagur, þar sem sjósókn og fiskverkun voru farin að skipta æ meira máli á þessum tíma og 14. maí passaði betur upp á vertíðir.
 
Vinnufólki var skilt að vera skráð til heimilis og vinnu og mátti eingöngu skipta um vinna á vinnuhjúaskildag samkvæmt lögum um [[Vistarbandið|vistarband]]. Við því voru viðurlög ef því var ekki fylgt. Lausamennska og flakk var talið lögbrot en einstaka efnaðir einstaklingar úr hópi vinnufólks gátu keypt sér [[lausamennskubréf]] sem þýddi það að það réði sér sjálft og þurfti ekki að vera fastráðið á einhverjum bæ.
 
Elstu heimildir þess að vinnuhjúaskildagi væri miðaður við krossmessu á vor, eða 3. maí, er í samþykkt um vinnufólk og [[Fiskimaður|fiskimenn]] á [[alþingi]] frá því um [[1400]]. Þar segir meðal annars: ''„Skulu allir vinnumenn vera komnir til sumarvistar sinnar að krossmessu forfallalaust, ellegar sé þeir sóttir að ósekju.“''