„Svavar Gestsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
árin --> skólaárið
Lína 1:
'''Svavar Gestsson''' (f. [[26. júní]] [[1944]]) er [[Ísland|íslenskur]] stjórnmálamaður, fyrrum alþingismaður, [[ráðherra]] og [[sendiherra]].
 
Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið [[1964]] og gegndi þar embætti forseta [[Framtíðin|Framtíðarinnar]], nemendafélags MR, árinskólaárið [[1962]]-[[1963]]<ref name="forsetar Framtíðarinnar">{{Vefheimild|url=http://www.mr.is/index.php?option=com_content&view=article&id=469%3Aforsetar-framtiearinnar-1883-&catid=67&Itemid=997|titill=Forsetar Framtíðarinnar frá 1883|útgefandi=Menntaskólinn í Reykjavík}}</ref>. Svavar varð blaðamaður á [[Þjóðviljinn|Þjóðviljanum]] 1964, ritstjórnarfulltrúi 1969 og ritstjóri frá 1971 til 1978. Hann starfaði hjá A[[Alþýðubandalagið|lþýðubandalaginu]] 1966 - 1967 og hjá [[Samtök hernaðarandstæðinga|Samtökum hernámsandstæðinga]] 1966. Formaður Útgáfufélags Þjóðviljans um árabil.Hann var fyrst kosinn á [[Alþingi]] fyrir [[Alþýðubandalagið]] í [[Reykjavíkurkjördæmi]] árið [[1978]] og sat síðan sem þingmaður Alþýðubandalagsins til 1995, þá Alþýðubandalagsins og óháðra 1995 - 1999; var þó þingmaður Samfylkingarinnar allra síðustu daga þingsetu sinnar er þingflokkar Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Kvennalistans sameinuðust. 1999 var hann skipaður sendiherra og varð fyrst aðalræðismaður Íslands í [[Winnipeg]] í [[Kanada]]. Þar var hann jafnframt framkvæmdastjóri hátíðahalda Íslendinga vegna landafunda og landnámsafmæla í Kanada og norðurríkjum Bandaríkjanna. Hann varð síðan sendiherra í [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]] [[2001]]-[[2005]] og jafnframt sendiherra Íslands í Bangladesh, Sri Lanka, Pakistan, Serbíu, Búlgaríu og Albaníu. Hann var sendiherra í Danmörku [[2005]]-[[2009]] og jafnframt sendiherra í Ísrael, Slóveníu, Túnis, Tyrklandi og Rúmeníu. Hann var sérstakur fulltrúi utanríkisráðherra gagnvart Afríkusambandinu 2008.
 
Svavar var [[viðskiptaráðherra]] í [[önnur ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar|annarri ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar]] [[1978]] til [[1979]], [[heilbrigðis- og tryggingaráðherra]] og félagsmálaráðherra í [[ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen]] [[1980]] til [[1983]] og [[menntamálaráðherra]] í [[önnur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar|annarri]] og [[þriðja ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar|þriðju ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar]] [[1988]] til [[1991]].