„Kristján Albertsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Kristján Albertsson''' ([[9. júlí]] [[1897]] – [[31. janúar]] [[1989]]) var íslenskur [[rithöfundur]], fræðimaður og [[ævisaga|ævisagnaritari]] sem starfaði lengi í íslensku utanríkisþjónustunni. Ef til vill er hann nú best þekktur fyrir frægan ritdóm sem hann skrifaði um ''[[Vefarinn mikli frá Kasmír|Vefarann mikla frá Kasmír]]'' eftir [[Halldór Laxness]], sem hófst á orðunum: „Loksins, loksins.“
 
Kristján varð stúdent frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] [[1917]] enog gegndi þar embætti forseta [[Framtíðin|Framtíðarinnar]], nemendafélags MR, árið [[1916]]<ref name="forsetar Framtíðarinnar">{{Vefheimild|url=http://www.mr.is/index.php?option=com_content&view=article&id=469%3Aforsetar-framtiearinnar-1883-&catid=67&Itemid=997|titill=Forsetar Framtíðarinnar frá 1883|útgefandi=Menntaskólinn í Reykjavík}}</ref>. Hann las síðan [[bókmenntasaga|bókmenntasögu]] við [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] 1917-1921 og stundaði svo nám í Frakklandi og Þýskalandi. Þegar heim kom varð Kristján ritstjóri tímaritanna [[Vörður (tímarit)|Varðar]] 1924-1927 og [[Vaka (tímarit)|Vöku]] 1927-1929 og var áberandi í menningarlífi [[Reykjavík|Reykjavíkur]], meðal annars formaður [[Leikfélag Reykjavíkur|Leikfélags Reykjavíkur]], leikstjóri um skeið og skrifaði leikrit sem sett voru á svið.
 
Árið [[1935]] varð hann lektor í íslensku við háskólann í [[Berlín]] og gegndi því starfi til [[1943]]. Árið [[1946]] gekk hann í utanríkisþjónustuna og var sendifulltrúi, lengst af í [[París]] en einnig á [[allsherjarþing SÞ|allsherjarþingi SÞ]] í [[New York]] um tíma.
Lína 8:
 
Kristján var á unglingsárum einn af stofnendum [[Knattspyrnufélagið Fram|Knattspyrnufélagsins Fram]] árið [[1908]]. Hann barðist fyrir því að nafni félagsins yrði breytt í ''Fram'' en upphaflega hafði því verið gefið heitið ''Kári''.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Víðir Sigurðsson|titill=Fram í 80 ár, s. 20-29}}</ref>
 
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
fyrir=[[Sigurður Grímsson]] |
titill=Forseti [[Framtíðin|Framtíðarinnar]] |
frá=[[1916]] |
til=[[1916]] |
eftir=[[Vilhjálmur Þ. Gíslason]]}}
{{Töfluendir}}
 
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
{{reflist}}
 
== Heimildir ==