„Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sunnagm (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Sunnagm (spjall | framlög)
Lína 11:
[[Össur Skarphéðinsson]], utanríkisráðherra Íslands afhenti [[Carl Bildt]], utanríkisráðherra Svíþjóðar, umsóknina með formlegum hætti þann [[23. júlí]] 2009.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/23/afhenti_svium_adildarumsokn/ Össur afhenti Svíum aðildarumsóknina að ESB]</ref> [[Guðmundur Árni Stefánsson]], sendiherra Íslands í Svíþjóð, hafði þó afhent umsóknina í [[Stokkhólm]]i 17. júlí.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/18/samrad_verdur_vidtaekt/ Samráð verður víðtækt]</ref> Ísland hefur hins vegar verið aðili að [[Fríverslunarsamtök Evrópu|Fríverslunarsamtökum Evrópu]] (EFTA) síðan [[1970]], en þeim var ætlað að stuðla að [[frjáls verslun|frjálsri verslun]]. Með [[Evrópska efnahagssvæðið]]nu, sem Ísland gerðist aðili að 1994 fengu íslensk fyrirtæki aukinn aðgang að evrópskum markaði.
 
Mikil umræða hefur verið um hugsanlega inngöngu Íslands í ESB, nú eða þá upptöku evrunnar, eða annars gjaldmiðils á síðustu árum. Margar kannanir hafa verið gerðar um fylgi umsóknar, samningaviðræðna og svo framvegis við Evrópusambandið en meirihluti landsmanna er þó andvígur inngöngu (apríl 2012). 54% eru andvígir inngöngu, 28% fylgjandi og 18% hlutlausir, þá eru þeir sem eru andvígir inngöngu ólíklegri til þess að breyta afstöðu sinni.<ref>http://www.ruv.is/frett/54-prosent-andvig-esb-adild</ref>.
Mikil umræða hefur verið um hugsanlega inngöngu Íslands í ESB, nú eða þá upptöku evrunnar, eða annars gjaldmiðils á síðustu árum. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar [[Fréttablaðið|Fréttablaðsins]] sem birt var í apríl 2008 eru ríflega ⅔ Íslendinga fylgjandi því að undirbúa umsókn að ESB. Í könnun frá því febrúar þegar spurt var um hvort sækja ætti um aðild (ath: ekki undirbúa umsókn um aðild) frá því í febrúar sama ár svaraði 55,1% játandi.<ref>MBL:[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/04/20/67_8_vilja_hefja_undirbuning_adildarumsoknar/ 67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar]</ref> Það var ekki stefna ríkisstjórnar [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokks]] og [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]], sem mynduð var eftir [[Alþingiskosningar 2007]], að sækja um inngöngu í ESB. Samfylkingin hefur lýst því yfir að það sé á þeirra stefnu að sækja um aðild, en Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur því.<ref>[http://www.samfylkingin.is/media/files/XS2007%20-%20Evr%F3pustefna.pdf Samfylkingin – Landsfundarályktun 2007 - Evrópustefna - Ísland og Evrópa] (pdf)</ref>
 
Mikil umræða hefur verið um hugsanlega inngöngu Íslands í ESB, nú eða þá upptöku evrunnar, eða annars gjaldmiðils á síðustu árum. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar [[Fréttablaðið|Fréttablaðsins]] sem birt var í apríl 2008 eru ríflega ⅔ Íslendinga fylgjandi því að undirbúa umsókn að ESB. Í könnun frá því febrúar þegar spurt var um hvort sækja ætti um aðild (ath: ekki undirbúa umsókn um aðild) frá því í febrúar sama ár svaraði 55,1% játandi.<ref>MBL:[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/04/20/67_8_vilja_hefja_undirbuning_adildarumsoknar/ 67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar]</ref> Það var ekki stefna ríkisstjórnar [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokks]] og [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]], sem mynduð var eftir [[Alþingiskosningar 2007]], að sækja um inngöngu í ESB. Samfylkingin hefur lýst því yfir að það sé á þeirra stefnu að sækja um aðild, en Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur því.<ref>[http://www.samfylkingin.is/media/files/XS2007%20-%20Evr%F3pustefna.pdf Samfylkingin – Landsfundarályktun 2007 - Evrópustefna - Ísland og Evrópa] (pdf)</ref>
 
[[Landssamband íslenskra útvegsmanna]], hagsmunasamtök atvinnurekenda í [[íslenskur sjávarútvegur|íslenskum sjávarútvegi]], eru mótfallin aðild að ESB fyrst og fremst á grundvelli þess að þá muni Ísland missa stjórn yfir sjávarútvegsmiðum sínum en fleira komi til.<ref>[http://www.liu.is/template1.asp?Id=311&sid=98&topid=444 Afstaða LÍÚ til aðildar að ESB]</ref> Þetta hefur Eiríkur Bergmann, dósent við [[Háskólinn á Bifröst|Háskólann á Bifröst]], dregið í efa og segir hann að „''[s]é það rétt að [[sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB]] sé raunverulega meginhindrunin ættu andstæðingar aðildar ekki að mótmæla því að látið væri reyna á viðunandi aðildarsamning, en á því hafa þeir ekki viljað ljá máls og raunar barist harkalega gegn. Sú staðreynd ... bendir til þess að það sé eitthvað annað en sjávarútvegurinn sem raunverulega hindri ESB-aðild Íslands.''“<ref>[http://www.stjornmalogstjornsysla.is/index.php?option=com_content&task=view&id=182&Itemid=47 Fiskurinn eða fullveldið? - Hvað skýrir ólík tengsl Íslands og hinna Norðurlandanna við Evrópusamrunann?], grein eftir Eirík Bergmann dósent við [[Háskólinn á Bifröst|Háskólann á Bifröst]]</ref>