„Jamestown (skip)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Skipið var að flytja verðmætan timburfarm frá Bandaríkjunum til [[Liverpool]] á [[England]]i þegar það lenti í aftakaveðri undan vesturströnd [[Írland]]s. Í óveðrinu skemmdist það mikið og var skipverjum bjargað um borð í annað skip, Ethiopia, og sett á land í [[Glasgow]] í [[Skotland]]i. Jamestown rak aftur á móti stjórnlaust í nokkrar vikur þangað til það strandaði við Ísland.
 
Skipið þótti mikill happafengur á Íslandi enda erfitt að verða sér úti um timbur hérlendis. Voru plankarnir notaðir í brúargerð og húsagerð, og enn stendur a.m.k. eitt hús sem smíðað er úr við Jamestown, húsið ''Efra Sandgerði'', heimili Lionsklúbbsins í [[Sandgerði]]. Einnig var "gamla" húsið að Krókskoti í Sandgerð byggt úr Jamestown timbri. Timbrið úr því húsi var síðan notað í "nýja" húsið að Krókskoti og stendur það ennþá.
 
Árið [[2002]] fannst akkeri skipsins undan Höfnum, og hinn [[24. júní]] [[2008]] var það híft upp af meðlimum umhverfisverndarsamtakanna ''Blái Herinn''.