„Lúða“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 16:
'''Lúða''', einnig nefnd flyðra, heilagfiski, spraka eða stórlúða (fræðiheiti Hippoglossus hippoglossus) er langlífur [[flatfiskar|flatfiskur]] af flyðruætt. Útbreiðslusvæði lúðu er bæði á grunn- og djúpslóð í Norður-[[Atlantshaf]]i. Hún er algengust í norðanverðu [[Noregshaf]]i, við [[Færeyjar]] og [[Ísland]] og meðfram ströndum [[Nýfundnaland]]s og [[Nova Scotia]]. Lúðan getur orðið allt að 35–40 ára gömul. Lúða og [[Kyrrahafslúða]] eru stærstu tegundir flatfiska og geta orðið allt að 3 - 4 m langar. Stærsta lúðan sem veiðst hefur við Ísland var 365 cm og 266 kg.
 
Lúður eru seinkynþroska, [[hængur|hængar]] verða að meðaltali kynþroska 8 ára og um 90–110 sm, en [[hrygna|hrygnur]] að jafnaði 12 árára og 120–130 sm. Talið að [[hrygning]]artími lúðu við Ísland sé frá mars til maí og að lúðan hrygni djúpt suður af Íslandi á allt að 1000 m dýpi. [[Egg]] og [[seiði]] eru [[svif]]læg í 6–7 mánuði. Líklegt er talið að egg færist upp á við í sjónum eftir [[hrygning]]u og að seiðin berist með [[Atlantsstraumurinn|AtlantsstrauminumAtlantsstraumnum]] upp að suðurströnd Íslands. Ungviðið sest á botn þegar það er um 3–4 sm að lengd og eru [[uppeldisstöðvar]] lúðunnar á [[grunnsævi]] nálægt ströndu t.d. í [[Faxaflói|Faxaflóa]]. Lúðan heldur sig á uppeldisstöðvum þar til hún er orðin 3–5 ára en þá fer hún í dýpri sjó í leit að fæðu. Lúðan ferðast langar leiðir, sérstaklega áður en hún verður kynþroska. Merkingar hafa sýnt að lúður ferðast allt frá 500 km og upp í meira en 3 000 km. Lúðan yfirgefur hrygningarsvæði eftir hrygningu á vorin í ætisleit og ganga sumar hrygnur þá á grunnmið. Á haustin og í vetrarbyrjun leitar lúður aftur á hrygningarsvæði.
 
== Lúðuveiðar við Ísland ==