„Óbó“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 13:
Hvernig bambusinn í óbóblaðinu er tálgaður skiptir máli niður í minnstu smáatriði. Þess vegna eru öll óbóblöð sem atvinnuóbóleikarar nota handsmíðuð, oftast af þeim sjálfum en aðrir kaupa þau af óbóleikurum sem hafa helgað sig blaðasmíði.
 
Mestu máli skiptir að blaðið „passi við óbóleikarann“, að blaðið hæfi þeirri munnsetningu og blæstri sem óbóleikarinn hefur tamið sér og að styrkleikar þess séu þeir sem óbóleikarnum finnst skipta máli. Til að mynda þurfa þykk blöð yfirleitt meira loft og erfiðara er að gera styrkleikabreytingar með þeim en á móti kemur að þau hafa yfirleitt mun „þykkari“ eða „myrkari“ tón og eru yfirleitt háværari en það eru eiginleikar sem mörgum þykja heppilegir í [[sinfóníuhljómsveit|sinfóníuhljómsveitum]] þar sem óbóleikarinn þarf oft að spila stuttar einleiksstrófur og tréblásarnir almennt þurfa að keppa að því að vera ekki yfirgnæfðir af stórum strengjasveitum og málmblástursthljóðfærunum. Þar að auki ræður lengd blaðsins og hve mikið af berkinum er skrapaður af stillingufínstillingu hljóðfærisins.
 
Ending óbóblaða er yfirleitt 1 - 24 mánuðir. Ráða gæði bambusins sem þau eru gerð úr og hvernig óbóleikarinn fer með þau mestu um endingartímann.