„Sinfóníuhljómsveit“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sterio (spjall | framlög)
m aðallega wikk
Lína 3:
 
==Saga sinfóníuhljómsveitarinnar==
Saga sinfóníuhljómsveitarinnar á rætur sínar að rekja til loka [[17. öldin|17. aldarinnar]] eða [[barokk]]tímabils klassískrar tónlistar. Á barokktímabilinu komu fram fyrstu drög að föstum hljómsveitum, áður höfðu [[hljóðfæri]]n yfirleitt spilað sjálfstætt eða bara í þeim hópum sem hentaði hverju sinni. Tvær megingerðir voru af barokk hljómsveitum, annars vegar minni sveitir sem voru 8-14 manns og hinsvegar stærri sveitir sem voru um 20 manns. Þetta voru þá yfirleitt tvær [[fiðla|fiðlur]], [[lágfiðla]], [[selló]], [[kontrabassi]], [[fagott]] og sitthvað fleira en umfram allt var yfirleitt [[orgel]] eða [[semball]]. Stærri hljómsveitir þekktust varla, þó vakti ítalski fiðluleikarinn og tónskáldið [[Arcangelo Corelli]] athygli fyrir að nota allt að 40 manna strengjasveitir í flutningi á nokkrum verka sinna.
 
Á [[Klassíska tímabilið í vestrænni tónlist|klassíska tímabilinu]] komu fram ný hljóðfæri á borð við [[píanó]] og [[klarinett]]. Þau urðu vinsæl og fengu öruggt sæti í sinfóníuhljómsveitinni, einnig fjölgaði fiðlum og ýmsum hljóðfærum og önnur hljóðfæri bættust í hópin. Sinfóníuhljómsveit var um 40 manns á klassíska tímabilinu.