„Vigdís Finnbogadóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 18:
 
== Forsetaframboð ==
Eftir haustið 1979 þegar Vigdís ákvað að hætta sem leikhússtjóri var framtíð hennrhennar óráðin en vonaðist þó eftir því að Ísland hefði eitthvað fyrir sig að gera. Þann 1. janúar 1980 tilkynnti þáverandi forseti Kristján Eldjárn að komandi ár væri hans síðasta í embætti og kom sú yfirlýsing þjóðinni ekki á óvart. Vigdís var vissulega glæsileg kona sem var vel að sér í tungumálum, var örugg menntakona og sjálfstæð. Hún var þekkt í sjónvarpi og menningarlífi, hafði margt til brunns að bera og vegna þessa var skorað á hana sem forsetaframbjóðanda í Dagblaðinu 15. janúar. Aðdragandinn var skammur og átti hún sjálf mjög erfitt með að sjá sig sem forseta en hafði mikin vilja í það að sýna að hún gæti þetta allveg jafnvel og karlarnir.<ref>''Páll Valsson bls. 277-284''.</ref>
 
Mótframbjóðendur Vigdísar voru þeir Guðlaugur Þorvaldsson, Albert Guðmundsson og Pétur J. Thorsteinsson en frá upphafi fékk framboð Vigdísar sterkan hljómgrunn og svo virtist sem hún og Guðlaugur nytu mesta fylgis.<ref>''Forseti Íslands''.</ref><ref>''Páll Valsson bls. 292''.</ref> Barátta Vigdísar í framboðinu fram að kosningum var sveiflukennd, margar kjaftasögur snéru að henni en þrátt fyrir það naut hún einnig vinsælda. Hún naut vinsælda vegna þess að framboð hennar var talið nýjung, engin kona hafði áður boðið sig fram sem forseta og varð það til þess að erlendir blaðamenn þóttu hana merkilega.<ref>''Páll Valsson bls. 298-302''.</ref>
 
Á kjördegi, 29. júní var ljóst að Vigdís Finnbogadóttir yrði kjörin forseti Íslands. Fékk hún alls 33,8% atkvæða en næstur á eftir henni var Guðlaugur Þorvaldsson með 32,3% atkvæða. Þessi úrslit voru tímamót í sögunni, Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var í þjóðaratkvæðagreiðslu og því stórfrétt um allan heim. Íslendingar voru stoltir af kosningu sinni og fyrir það var þeim hrósað.<ref>''Páll Valsson bls. 325''.</ref> Með þessum sigri Vigdísar var ljóst að afstaða til kvenna myndi breytast og gefa konum kjark til þess að færa réttindabaráttuna inn á stjórnmálasviðið.<ref>''Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson bls. 324''.</ref>
 
== Embættisár og síðari ár ==