„Lúða“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 20:
== Lúðuveiðar við Ísland ==
 
Lúður hafa verið veiddar í Norður-AtlandshafiAtlantshafi í meira en tvær aldir og sums staðar hefur stofninum verið útrýmt. Lúða hefur einnig verið [[ofveiði|ofveidd]] við Ísland. Lúðuafli er nú í sögulegu lágmarki. Langlífum fiskum sem verða kynþroska seint á lífsleiðinni eins og lúðan er sérlega hætt við ofveiði. Lúðan sem veiðist nú á Íslandsmiðum er að mestu ókynþroska fiskur, veiddur sem [[meðafli]] í öðrum veiðum.
 
Lúðuveiðar voru stundaðar fyrir utan Vestfirði árin 1884-1898 af Bandaríkjamönnum. Lúðan var veidd á [[línuveiðar|línu]], [[flökun|flökuð]] og [[söltun|söltuð]] í tunnur. Lúðan sem var veidd á [[Íslandsmið]]um var stór og oft var veiðin mikil. Seinna fóru fleiri þjóðir að veiða lúður við Ísland og þá einnig með [[botnvarpa|botnvörpu]] og seinna með [[dragnót]]. [[Sókn]]in var mikil og aflinn hríðféll. Mestur var afli Íslendinga árið 1951 eða 2364 tonn.