„Hrappseyjarprentsmiðja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Lagaði tengil.
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Atli (bók).jpg|thumb|right|200px|Atli, eftir Björn Halldórsson, var meðal þeirra rita sem prentuð voru í Hrappseyrarprentsmiðju og gefin þar út árið 1780]]
'''Hrappseyjarprentsmiðja''' var [[prentsmiðja]] og [[bókaútgáfa]] sem starfrækt var í [[Hrappsey]] á [[Breiðafjörður|Breiðafirði]] [[1773]]-[[1794]] og var fyrsta íslenska prentsmiðjan sem prentaði eingöngu veraldleg rit en ekki guðsorðabækur.
 
==Upphaf prentsmiðjunnar==
[[Ólafur Olavius|Ólafur Ólafsson Olavius]] fékk konungsleyfi til að stofna prentsmiðju í Skálholtsbiskupsdæmi með því skilyrði að þar yrði ekki prentað guðsorð, á því átti [[Hólaprentsmiðja]] einkarétt. Ólafur hafði áður látið prenta ýmis rit í [[Kaupmannahöfn]], meðal annars fyrstu útgáfu [[Njála|Njálu]]. Ólafur fékk lán til tækjakaupa hjá [[Bogi Benediktsson|Boga Benediktssyni]] í Hrappsey, sem jafnframt átti hlut í verksmiðjunni og var hún reist í eynni. Ári síðar keypti Bogi hlut Ólafs og átti prentsmiðjuna lengst af einn en [[Magnús Ketilsson]], sýslumaður [[Dalasýsla|Dalamanna]], stýrði hins vegar útgáfunni að mestu. Í [[Þjóðsögur Jóns Árnasonar|þjóðsögum Jóns Árnasonar]] er sagt að Bogi hafi keypt prentsmiðjuhúsið á góðu verði eftir að maður hafði hengt sig í því og sumum þótti reimt þar. Dætur Boga áttu að hafa reynt eitt sinn að sofa þar, þegar gestanauð var mikil á Stafafelli en varð ekki svefnsamt.
 
==Útgáfan==
Frá Hrappseyjarprentsmiðju komu bækur af ýmsu tagi, svo sem [[Alþingisbækur Íslands]], fræðslurit ýmiss konar, sum skrifuð af Magnúsi, sem var einn helsti frumkvöðull [[upplýsingin á Íslandi|upplýsingarstefnunnar]] á Íslandi, [[Atli (ritverk)|Atli]] eftir [[Björn Halldórsson]] í [[Sauðlauksdalur|Sauðlauksdal]], ''[[Búnaðarbálkur (Eggert Ólafsson)|Búnaðarbálkur]]'' [[Eggert Ólafsson|Eggerts Ólafssonar]], kvæðabækur og fleira. [[Jón Þorláksson á Bægisá|Jón Þorláksson]], síðar prestur á Bægisá, vann um tíma við prentsmiðjuna og gaf út bækur sínar þar. Fyrsta íslenska tímaritið, ''[[Islandske Maanedstidender]]'', var líka gefið út í Hrappsey á árunum 1773-1776. Var það á dönsku og gefið út sem umbun til þeirra dönsku styrktarmannanna sem hjálpuðu til við stofnun og rekstur prentsmiðjunnar.
 
==Endalokin==
Hrappseyjarprentsmiðja var seld [[Landsuppfræðingarfélagið|Landsuppfræðingarfélaginu]] árið 1794 og flutt suður í [[Leirárgarðar|Leirárgarða]] í Borgarfirði.