Munur á milli breytinga „Marie Antoinette“

ekkert breytingarágrip
(Ýmis samræmingaratriði og lagfæringar á orðalagi en engin efnisleg breyting.)
{{Hreingerning}}
[[Mynd:Marie Antoinette Adult4.jpg|thumb|MarieMaría Antoinette, drottning í Frakklandi|300 px]]
 
'''María Antonía Jósefa Jóhanna von Habsburg-Lothringen''' (f. [[2. nóvember]] [[1755]] – d. [[16. október]] [[1793]]) er betur þekkt í heimssögunni sem Marie Antoinette.
Hinn 7. maí var María Antoinette afhent Frakklandi með mikilli viðhöfn og átti afhending hennar að tákna að tengsl hennar við Austurríki og fjölskyldu hennar væru að fullu slitin. Var reist sérstök timburhöll á óbyggðu sandeyjunni Kehl í Rín, á milli Frakklands og Þýskalands, fyrir þennan hátíðlega viðburð. Vissu tvö herbergi hallarinnar að Þýskalandi og þangað átti María Antoinette að ganga sem hertogadóttir, en tvö vissu að Frakklandi og þaðan átti hún að ganga sem krónprinsessa Frakkalands. Hirðsiðir kröfðust þess að hún skildi eftir allar eigur sínar og var hún því afklædd og færð í franskar flíkur. Hún þurfti að kveðja föruneyti sitt og þegar hún gekk inn í herbergið þar sem hið franska föruneyti hennar beið féll hún kjökrandi í fang hinnar nýju hirðdömu sinnar, de Noailles greifafrúar.
 
MarieMaría hélt inn í Frakkland og fékk konunglegar móttökur í Strassborg þar sem bæjarbúar voru samankomnir til að fagna komu krónprinsessunnar. Þaðan hélt föruneyti hennar til Compiegne-skógarins en 14. maí var konungsfjölskyldan þangað komin til þess að taka á móti nýjasta fjölskyldumeðlimnum. Konungurinn Louis XV tók fyrstur á móti Maríu Antoinette og kynnti hana svo fyrir tilvonandi manni hennar, Louis Auguste, sem var klunnalegur og áhugalaus og kyssti hana laust á kinnina eins og til hans var ætlast.
 
Annað og hið raunverulega brúðkaup var haldið í Versölum 16. maí. Hjónin voru gefin saman í bænahúsi Louis XV af erkibiskupnum í Reims. Rétt fyrir brúðkaupið voru MarieMaríu gefin heil ósköp af skarti. Í safninu var meðal annars demantshálsfesti sem hafði tilheyrt Önnu af Austurríki og hlutir sem höfðu tilheyrt Maríu, drottningu Skota, og Katrínu af Medici. María fékk einnig persónulega gjöf frá Loðvíki XV. Aðeins aðalsmönnum var leyft að vera viðstaddir athöfnina en almúganum var leyft að taka þátt í hátíðarhöldunum sem á eftir fylgdu. Mikill mannfjöldi var samankominn til að upplifa flugeldasýninguna sem átti að verða sú skrautlegasta sem hafði sést við konungshirð. Er leið á daginn fór veðrið að versna og varð svo mikið steypiregn að mannfjöldinn þurfti að frá að hverfa og leita sér skjóls. Inni hélt þó brúðkaupsveislan áfram og höfðu sex þúsund aðalsmenn náð sér í aðgangsmiða til að fá að horfa á konungsfjölskylduna snæða brúðkaupsmálsverðinn. Að málsverðinum loknum var nýgiftu hjónunum fylgt til herbergis síns þar sem hirðin fylgdi þeim til sængur og erkibiskupinn af Reims blessaði rúm þeirra og skvetti yfir það vígðu vatni. Að því búnu voru María Antoinette og Louis Auguste skilin eftir ein og meiningin var sú að þau myndu um nóttina fullkomna hjónaband sitt.
 
== Lífið sem krónprinsessa ==
María Antoinette nærðist á því að hafa fólk í kringum sig og átti marga vini og vinkonur. Hún hafði unun af því að dansa og leika og eyddi miklum peningum í fjárhættuspil. Hins vegar sinnti hún ekki skyldum sínum sem krónprinsessa, þar sem henni þótti það ekkert skemmtilegt og þegar hún varð drottning reyndi hún því að eyða sem mestum tíma í einkahúsi sínu, Petit Trianon, sem maður hennar hafði gefið henni. Þessi framkoma hennar gerði það að verkum að aðalsmenn og aðrir sem komu til hallarinnar urðu móðgaðir þar sem hún virti þá ekki viðlits og fóru þeir því að búa til sögur um hana. Fljótt varð hún alræmd sem svikakvendi sem gerði ekki annað en að tæla menn og konur, eyddi ríkispeningum og væri austurrískur njósnari. Þetta leiddi til mikilla óvinsælda hennar sem áttu aðeins eftir að aukast með árunum.
 
== MarieMaría Antoinette verður drottning ==
 
Hinn 10. maí 1774 lést Loðvík XV. Var þá Louis Auguste krýndur Loðvík XVI, konungur Frakklands. Krýningin fór fram 11.júní og varð María Antoinette drottning Frakkalands. Þá var hjónaband þeirra enn ófullkomnað. Marie Terese hafði miklar áhyggjur og sendi Maríu Antoinette í sífellu bréf þar sem hún reyndi að ráðleggja dóttur sinni hvernig hún ætti að fá mann sinn til að elskast við sig. Öll hirðin vissi að hjónin höfðu aldrei átt holdlegt samneyti og yrði hjónaband ekki fullkomnað gat það haft þær afleiðingar að því yrði rift. Mannorð þeirra beggja beið mikinn hnekki við þetta og fannst Maríu Antoinette erfitt að lifa við smánina. Talið er að getuleysi Loðvíks XVI hafi stafað af líkamlegum galla sem hægt var að laga með smávægilegri aðgerð. Lengi var reynt að fá hann til að fara í aðgerðina, en talið er að þegar bróðir MarieMaríu Antoinette, Joseph II, kom í heimsókn árið 1777, hafi hann náð að tala Loðvík XVI til, svo að skömmu eftir heimsókn hans var hjónabandið loks fullkomnað.
 
== Móðurhlutverkið ==
38

breytingar