„Öskjuhlíð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
{{hnit|64|07|46|N|21|55|11|W|display=title|region:IS}}
 
'''Öskjuhlíð''' er [[hæð]] í [[Reykjavík]], austan við [[Reykjavíkurflugvöllur|Reykjavíkurflugvöll]] og vestan við [[Fossvogskirkjugarður|Fossvogskirkjugarð]], rétt norðan við [[Fossvogur|Fossvog]]inn og [[Nauthólsvík]]. Hún nær 61 m yfir sjávarmál. Hæðin er [[útivistarsvæði]] og í vesturhlíðinni hefur verið mikil [[skógrækt]] frá [[1950]]. Efst uppi á Öskjuhlíð eru sex [[hitaveita Reykjavíkur|hitaveitutankar]]. Einn þeirra gegnir ekki lengur því hlutverki að geyma heitt vatn, heldur hefur þar verið komið fyrir sögusýningu þar sem Íslandssagan er rakin. Ofaná tönkunum er áberandi [[hvolfþak]] úr [[gler]]i sem er kallað [[Perlan]]. Er þar rekin [[veitingastaður]] og eru útsýnissvalir allt í kringum hana.
 
Í Öskjuhlíð er hægt að sjá mikið af bæði jarðsögulegum og menningarsögulegum minjum. Jökulsorfið berg frá síðustu [[ísöld]] er til dæmis að finna nálægt Nauthólsvík. Skógur virðist hafa verið í hlíðinni frá upphafi og líklega hefur verið þar [[seljabúskapur]]. Þar er einnig að finna merki þess að sjávarhæð hafi verið hærri. Þegar gerð [[Reykjavíkurhöfn|Reykjavíkurhafnar]] hófst [[1913]] var lögð [[járnbraut]] úr hlíðinni niður að höfninni til að flytja efni til hafnargerðarinnar.
Lína 10:
 
[[en:Öskjuhlíð]]
[[de:Öskjuhlíð]]