Munur á milli breytinga „Ragnar Kjartansson (myndhöggvari)“

ekkert breytingarágrip
Ragnar lærði leirkerasmíði hjá Guðmundi Einarssyni frá Miðdal 1939-1944 og stundaði listnám í Handíðaskólanum 1941-1944 og var síðar við nám í Svíþjóð. Hann var nemandi Ásmundar Sveinssonar um nokkurn tíma og var síðar aðstoðarmaður hans. Ragnar var skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík, tók virkan þátt í mótun hans og var frumkvöðull í myndlistarkennslu fyrir börn en hann hafði aflað sér menntunar á því sviði í Danmörku. Hann var einn af mikilvirkustu hönnuðum leirmunagerðar á Íslandi á sínum tíma, stofnaði ásamt fleirum Funa og síðar Glit og vann mest í íslenskan leir. Frá 1946 þegar hann stundaði nám í Svíþjóð gerði hann ýmsar tilraunir m.a. blandaði hann hrauni í leirinn sem seinna kallaðist hraunkeramik.
 
Ragnar Kjartansson var ásamt Jóni Gunnari Árnasyni í forsvari fyrir „Útísýningarnar„Útisýningarnar á Skólavörðuholti“. Sú fyrsta var haldin 1967 en þær voru tímamótasýningar í íslenskri myndlist. Í kjölfari þeirra var „Myndhöggvarafélagið í Reykjarvík“ stofnað árið 1972 og var Ragnar var einn af aðalhvatamönnum að stofnun þess og formaður um tíma. Ennfremur var hann einn af stofnfélögum Nýlistasafnsins.
 
Verk hans má finna víða um land til dæmis Stóðið við Gömlu Hringbraut í Reykjavík, Stóðhesturinn á Sauðarkróki, Bárður Snæfellsás á Arnarstapa á Snæfellsnesi og sjómennina á Ísafirði. Hann hélt fjölda einka- og samsýninga og verk hans er að finna á öllum helstu söfnum á Íslandi.
13

breytingar