Munur á milli breytinga „Ragnar Kjartansson (myndhöggvari)“

ekkert breytingarágrip
'''Ragnar Kjartansson''' (fæddur [[17. ágúst]] [[1923]] á Staðastað á Snæfellsnesi, dáinn [[26. október]] [[1988]] í Reykjavík) var íslenskur myndhöggvari og leirkerasmiður.
 
 
Ragnar lærði leirkerasmíði hjá Guðmundi Einarssyni frá Miðdal 1939-1944 og stundaði listnám í Handíðaskólanum 1941-1944 og var síðar við nám í Svíþjóð. Hann var nemandi Ásmundar Sveinssonar um nokkurn tíma og var síðar aðstoðarmaður hans. Ragnar var skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík, tók virkan þátt í mótun hans og var frumkvöðull í myndlistarkennslu fyrir börn en hann hafði aflað sér menntunar á því sviði í Danmörku. Hann var einn af mikilvirkustu hönnuðum leirmunagerðar á Íslandi á sínum tíma, stofnaði ásamt fleirum Funa og síðar Glit og vann mest í íslenskan leir. Frá 1946 er hann stundaði nám í Svíþjóð gerði hann ýmsar tilraunir m.a. blandaði hann hrauni í leirinn sem seinna kallaðist hraunkeramik.
13

breytingar