Munur á milli breytinga „Stopmotion“

1.277 bætum bætt við ,  fyrir 8 árum
Go motion er önnur leið til þess að vinna með stop motion myndir. Go motion notar tölvur saman við handafl til þess að hreyfa módelin örlítið í hverjum ramma, með því að nota handafl er verið að reyna að viðhalda "raunveruleikanum" í myndunum. Go motion tækni var notuð í fyrsta sinn í myndinni [[Star Wars|The Empire strikes back]] úr Star Wars þríleiknum. Einnig var þessi tækni notuð við gerð myndarinnar the Dragonslayer og Robocop. Þessi tækni reyndist einnig mjög hjálpleg við gerð myndarinnar The Jurassic Park, þar sem tæknin var notuð við það að hreyfa risaeðlurnar í myndinni.
 
==Stop motion á árunum 1960-19802010==
Árið 1965 gerðist það fyrst að stop motion mynd var tilnefnd til [[Óskarsverðlaunin|Óskarsverðlauna]]. Myndin hét Clay(eða the Origin of Species) og var hún eftir sjálfstætt starfandi teiknarann Eliot Noyes Jr., en hann hafði töluvert endurbætt tæknina við að nota skúlptúra úr [[leir]] í stop motion kvikmyndir.
 
Áratug seinna eða árið 1975 vann myndin "Closed Mondays" eftir Will Vinton og Bob Gardiner, til Óskarsverðlauna og varð hún fyrsta myndin sem notaðist við stop motion til þess hljóta Óskarsverðlaun. Vinton þessi gerði í gegnum árin þó nokkrar fleiri stop motion kvikmyndir og voru margar hverjar tilnefndar til Óskarsverðlauna. Árið 1977 gerði Vinton svo [[heimildarmynd]] um gerð þessara stop motion kvikmynda, sem hann kallaði "Claymation" þar sem hann skeytti saman orðunum "clay" og "animation" þar sem að þessar myndir notuðust allar við leirskúlptúra. Orðið "claymation" hefur síðan gjarnan fest við allar myndir af þeim toga.
 
Um sama leyti, árið 1978, í [[Evrópa|Evrópu]] gerði ítalski kvikmyndagerðarmaðurinn Francesco Misseri stop motion myndina "Quaq Quao", en í henni notaðist Misseri við pappírsskúlptúra, svokallað "Origami", í stað leirskúlptúra. Árið 1979 var gerð stop motion [[teiknimynd]] eftir frægri sögu Tove Janssons um [[Múmínálfarnir|Múmínálfana]].
 
Kvikmyndarisinn [[Disney]] gerði einnig nokkrar tilraunir með stop motion tæknina. Þar ber helst að nefna stuttu þáttaröðina "Mouse Mania" frá árinu 1978 um teiknimyndafígúruna [[Mikki Mús|Mikka Mús]], sem var gerð til að heiðra fimmtugsafmæli söguhetjunnar.
 
Árið 1980 leit fyrsta Stop motion kvikmyndin í fullri lengd dagsins ljós og var það myndin "I go Pogo" , eftir Marc Paul Chinoy, en vakti þó litla athygli. Fram að þeim tíma hafði stop motion tæknin einungis verið notuð í nokkrum atriðum í hverri mynd, t.d. Star Wars þríleiknum, Indiana Jones: Raiders of the Lost Arc og Robocop.
 
Árið 1985 gerði Will Vinton stop motion kvikmynd í fullri lengd, byggða á verkum Mark Twain og hét hún "The Adventures of Mark Twain" og hlaut mikið lof fyrir. Skömmu seinna aðstoðaði hann Disney við gerðina á myndinni "Return to Oz" þar sem hann hlaut óskarsverðlaunin fyrir tæknibrellur.
Tékkland hefur einnig alið af sér ófáa stop motion kvikmyndaframleiðendur. Þar eru fremstir í flokki þeir Lubomír Beneš og Vladimír Jiránek fyrir þætti sína um þá kumpána Pat & Mat eða Klaufabárðarnir, sem nutu mikilla vinsælla á Íslandi um árabil. Þættirnir urðu þó nokkuð langlífir og stóð framleiðsla þeirra í um 25 ár, eða frá árinu 1979 til 2004.
Enn þann dag í dag er stuðst við stop motion tæknina í þáttaröðum og kvikmyndum. Árið 2010 var til að mynda einn heill þáttur í þáttaröðinni "Community" gerður með aðstoð stop motion tækninnar.
 
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
11

breytingar