„Brekkukotsannáll“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Fyrirmynd Halldórs Laxness að Brekkukoti var bær sem nefndist [[Melkot]], en þar bjuggu hjónin ''Guðrún Klængsdóttir'' og ''Magnús Einarsson''. Guðrún þessi var ömmusystir Halldórs, og ólu þau hjónin upp Sigríði, móður skáldsins. [[Guðjón Helgason]], faðir Halldórs, var vinnumaður í Melkoti, og þar kynntust þau.
 
Melkot var einbýlishús frá Melhúsum. Bærinn Melhús stóð þar sem nú er norðurendi gamla kirkjugarðsins við [[Suðurgata|Suðurgötu]]. Þar var dálítil bæjarþyrping á 19. öld og hét einn bærinn í Melshúsum [[Hringjarabærinn]]. Hann kemur við sögu í Brekkukotsannál. Melkot stóð nokkurn veginn beint ofan þar sem nú er [[Ráðherrabústaðurinn|ráðherrabústaðurinn]] við [[Tjarnargata|Tjarnargötu]]. Atli Björgvins er kóngurinn
 
Hringjarabærinn stendur enn á horni [[Kirkjugarðsstígur|Kirkjugarðsstígs]] og [[Garðastræti]]s, tvílyft timburhús, nú Garðastræti 49. Hringjarabærinn í Brekkukotsannál hét Melshús. Þar bjó Bjarni gamli hringjari í Dómkirkjunni. <ref>[http://www.timarit.is/?issueID=422782&pageSelected=21&lang=0 Morgunblaðið 1977]</ref>