„Tryggvagata“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Á Tryggvagötu eru mörg þekkt hús sem að Íslendingar eiga, þar að meðal er [[Listasafn Reykjavíkur]] staðsett, eitt af mörgum [[Borgarbókasafn Reykjavíkur|Borgarbókasöfnum Reykjavíkur]], [[Kolaportið]] og [[Tollhúsið]].
 
== [[Listasafn Reykjavíkur]] ==
[[Listasafn Reykjavíkur]] er til húsa á þremur stöðum í bænum. Í [[Hafnarhúsið|Hafnarhúsi]] við Tryggvagötu, á [[Kjarvalsstaðir|Kjarvalsstöðum]] við Flókagötu og í [[Ásmundarsafn|Ásmundarsafni]] við Sigtún. Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með listaverkaeign borgarinnar. [[Reykjavíkurborg]] ber ábyrgð á stjórnun og fjármögnun safnsins. Listasafn Reykjavíkur samanstendur af fimm aðskildum safneignum: Almennri safneign Reykjavíkurborgar, [[Errósafn|Errósafni]], [[Kjarvalssafn|Kjarvalssafni]], [[Ásmundarsafn|Ásmundarsafni]] og [[safneign byggingarlistardeildar]]. Safneignin er sýnd í þremur húsum sem Listasafn Reykjavíkur hefur yfir að ráða: Kjarvalsstöðum við Flókagötu sem voru opnaðir [[1973]], Ásmundarsafni við Sigtún, opnað [[1983]] og Errósafnið er til sýnis í Hafnarhúsinu sem var formlega opnað árið [[2000]]. Verk safnsins eru einnig til sýnis í opinberum byggingum og á opnum svæðum víða um borgina. Að auki er safnið með tímabundnar sýningar á innlendri og erlendri samtímalist og hönnun í öllum húsunum þremur.
 
== [[Borgarbókasafn Reykjavíkur]] ==
[[Borgarbókasafn Reykjavíkur]] er við Tryggvagötu 15. Safnið var stofnað árið [[1919]] en hóf ekki starfssemi fyrr en 19. apríl 1923. Í safninu eru nú um 500 þúsund [[bók|bækur]] og [[tímarit]] auk [[geisladiskur|geisladiska]], [[myndband|myndbanda]] og [[margmiðlunarefni|margmiðlunarefnis]] svo fátt eitt sé nefnt. Í öllum söfnunum eru svo kallaðir heitir reitir fyrir þá sem vilja koma með eigin tölvur og vinna á Netinu.
 
Borgarbókasafn heyrir undir [[Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar]]. Borgarbókasafn er [[almenningsbókasafn]] Reykvíkinga og er öllum opið. Það starfar samkvæmt lögum um almenningsbókasöfn nr. 36 frá [[1997]], yfirlýsingu Menningar- og vísindastofnunar [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]] (Unesco) um almenningsbókasöfn frá [[1994]] (PDF 14KB) menningarstefnu Reykjavíkurborgar og samþykkt fyrir Borgarbókasafn frá [[2002]].
 
== [[Kolaportið]] ==
[[Kolaportið]] var opnað þann 8. apríl [[1989]] en þá ekki á Tryggvagötunni heldur í bílageymslu bílastæðasjóðs Reykjavíkur í húsi [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankans]] í miðborg Reykjavíkur. Með stuðning frá Reykjavíkurborg og [[Fjármálaráðuneyti Íslands|Fjármálaráðuneytisins]] flutti Kolaportið starfsemi sína 5 árum seinna eða árið 1994 í framtíðarhúsnæði á neðstu hæð [[Tollhúsið|Tollhússins]] við Tryggvagötu sem er einnig í [[miðborg Reykjavíkur]].
Það eru ekki margir staðir á Íslandi sem eins mikið fólk sækir um hverja helgi eins og markaðstorg Kolaportsins. Fjölbreytnin þar inni gerir andrúmsloftið og umhverfið svo skemmtilegt og er ólíkt öllum öðrum verslunarstöðum en þar er að finna notaða vöru, nýja vöru, [[matvæli]], [[handverksvara|handverksvöru]], [[fatnaður|fatnað]], [[skartgripur|skartgripi]], [[Skór|skó]], [[antikvöru]], [[húsgögn]], [[Bók|bækur]], innfluttar vörur frá öllum heimshornum svo eitthvað sé nefnt. Mikið líf er í Kolaportinu og skemmtileg stemmning myndast þar hverja helgi, stemmningin líkist á við stemmningu í litlu bæjarfélagi þar sem kaupmenn kalla á viðskiptavini, [[heildsali|heildsalar]] kynna nýja vöru, stjórnmálaöfl dreifa bæklingum, kórar taka lagið og selja kompudót í fjáröflunarskyni, fjöldi manns er mættur með gamla dótið úr geymslunni og ættarmótin koma saman í [[Kaffi Port|Kaffi Porti]].